22.3.2010 | 18:21
Leó um borð í Leó VE 400
Það hefur alltaf verið vinsælt hjá peyjum í Eyjum að fá að fara með í róður á skipum sem papparnir eru á eða eiga.
Myndina tók ég í Júni 1964 af Leó Óskarsyni syni Óskars Matthíassonar þegar hann fór með okkur í róður á Leó VE 400. Þarna erum við auðsjáanlega á trolli og á keyrslu með fótreipistrollið inni. Þarna má einnig sjá bastkörfur sem notaðar voru undir kola og lifur og fl.
Leó varð síðar skipstjóri og útgerðarmður.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.3.2010 | 18:04
Kristbjörg VE 70
Kristbjörg VE 70 við Básaskersbryggju í Vestmannaeyjum. Eigandi Sveinn Hjörleifsson skipstjóri og útgerðarmaður.
Myndina tók ég árið 1960 þegar hún kom ný til landsins frá Noregi.
Mig minnir að þegar skipið kom hafi verið búið að steina niður þorskanet á storar kerrur og það beið á bryggunni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)