Frumkvöðlastarf og menntun á Íslandi

 

Það er fróðlegt að lesa þetta nú árið 2010 hvernig háskólamentaða fólkið metur stöðuna hvað varðar frumkvöðlastarf á Íslandi árið 2006, ég náði í þetta á Háskólavefnum. Það er spurnig, Þurfum við að leggja ofuráherslu á háskólamentun og útskrifa meira af háskólamenntuðu fólki, þarf ekki að huga betur að verkmentun á Íslandi ? Er ekki sjávarútvegur, landbúnaður og íslenskur iðnaður að hjálpa okkur mest nú í kreppuni. Ég tek það fram að ég er ekki á móti góðri menntun, en eins og segir hér hér að neðan í kaflanum; Hver eru skilaboð skýrslunnar : "Menntun er arðsamasta fjárfestingin fyrir stjórnvöld og best er ef menntastefna og atvinnustefna fer saman"Þetta hefur því miður ekki verið þannig á síðustu árum.

Kær kveðja SÞS

Þessi grein birtist í Viðskiptablaðinu þann 17. maí 2006

Þurfum að fjölga verulega háskólanemum á næstu árum

Fjöldi háskólanema á Íslandi hefur tvöfaldast á einum áratug, en við erum þó langt á eftir öðrum löndum hvað varðar fjölda þeirra sem hafa háskólamenntun.  Að sumu leyti erum við eins og vanþróuðu ríkin hvað það varðar að frumkvöðlastarf er mikið, en menntun ekki nægilega mikil.  Það eru auðvitað neikvæðu fréttirnar.

Margar athyglisverðar niðurstöður er að finna í skýrslunni að þessu sinni. Þessar má telja á meðal þeirra helstu:

  • Árið 2005 mældust um 10,7% þjóðarinnar á aldrinum 18-64 ára stunda frumkvöðlastarfsemi, eða um það bil 20 þúsund manns.
  • Umfang frumkvöðlastarfsemi á Íslandi árið 2005 var meira en í flestum öðrum löndum í heiminum. Það var nokkuð meira en í hátekjulöndunum í heild, talsvert meira en á öðrum Norðurlöndum (að Noregi undanskildum) en sambærilegt við Bandaríkin.
  • Íslendingar á aldrinum 35-44 ára eru líklegri en aðrir landsmenn til að stunda frumkvöðlastarfsemi og er þriðjungur þeirra sem stundar hana á því aldursbili.
  • Karlar eru meira en tvöfalt líklegri en konur til að stunda frumkvöðlastarfsemi
  • Einstaklingar sem hafa lokið framhaldsskólaprófi eru líklegri til að stunda frumkvöðlastarfsemi en bæði þeir sem eiga því ólokið og þeir sem hafa lokið háskólaprófi.

·        Sláandi lágt hlutfall þeirra sem stunda frumkvöðlastarfsemi á Íslandi hefur lokið háskólaprófi í samanburði við önnur hátekjulönd.

  • Frumkvöðlastarfsemi á Íslandi tilheyrir í fæstum tilfellum þekkingariðnaði. Rúmlega helmingur tilheyrir frumatvinnuvegunum ásamt iðnaði og samgöngum. Tæplega fimmtungur starfseminnar er á sviði fyrirtækjaþjónustu og um 17% byggir á tækniþekkingu stofnenda.
  • Meira en helmingur þjóðarinnar telur sig að einhverju leyti búa yfir þeirri færni sem þarf til þess að stunda frumkvöðlastarfsemi.
  • Það er mat sérfræðinga að núverandi staða hvað varðar menntun og þjálfun, verkefni á vegum hins opinbera, útbreiðslu rannsóknar- og þróunarstarfs og fjármögnunar hindri frumkvöðlastarfsemi á Íslandi.
  • Sérfræðingar meta fjármögnun sem mesta veikleikann í umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi. Þó að auðvelt sé að fá lánsfjármagn er áhættufjármagn af mjög skornum skammti. Aðgangur að framtaksfjármagni er sérstaklega takmarkaður og það kemur niður á nýskapandi fyrirtækjum og fyrirtækjum með mikla vaxtarmöguleika.

Hver eru skilaboð skýrslunnar?

Það eru ýmsar ályktanir sem má draga af þessu og við þurfum að leiða hugann að.  Stóru skilaboðin eru þessi.  Við þurfum fleira háskólamenntað fólk til að geta aukið frumkvöðlastarfsemi og nýsköpun á Íslandi. 

  • Það er ekki ástæða til að óttast ofmenntun fólks á Íslandi. Hátt atvinnustig hefur trúlega dregið fólk úr frumkvöðlastarfi í öruggari störf t.d. hjá stærri fyrirtækjum. Það gæti verið skýring á því að færri vilja ráðast í eigin frumkvöðlaverkefni.
  • Það er skynsamlegt að fjölga menntafólki því það eykur ekki þenslu og verið er að fjárfesta til framtíðar. Menntun er arðsamasta fjárfestingin fyrir stjórnvöld og best er ef menntastefna og atvinnustefna fer saman.
  • Það þarf að passa vel upp á það að við fáum vel menntaða Íslendinga erlendis frá aftur til baka til landsins. Það er ekki víst að gott samfélag og náttúra landsins dugi, ef önnur skilyrði eru ekki í lagi. Þar spilar menning, listir og almennt hin svokölluðu óefnislegu lífsgæði miklu máli.
  • Það er ekki nauðsynlegt að allir stofni ný fyrirtæki eða þrói nýjar vörur eða þjónustu. Gæði frekar en magn skiptir meira máli. Það er einnig mikils virði að þróa ný afbrigði af þekktri vöru eða þjónustu m.a. til að bæta það sem fyrir er, lækka verð eða auka þjónustu.
  • Um 70-90% af öllum nýsköpunarfyrirtækjum eða frumkvöðlaverkefnum mistakast. Það er löngu vitað að stærsti hluti tilrauna á þessu sviði mistakast og mikilvægt að þetta sé öllum ljóst. Það er heldur ekki eðli allra að vera frumkvöðlar. Það þarf því að fara varlega í að hvetja alla í að stofna ný fyrirtæki eða taka mikla áhættu strax að loknu námi. Aðalatriðið er að fólk kunni það og geri sér grein fyrir tækifærunum en einnig áhættunni. Getur verið að konur séu skynsamari en karlar í þessum málum?
  • Erlend þekkingarfyrirtæki eru að bjóða í okkar fólk. Ég þekki fjölmörg dæmi um þetta og við Íslendingar verðum að átta okkur á því að það er alþjóðleg samkeppni um fólk og þekkingu þess. Meðan við keppum um að fá stóriðjufyrirtæki eru aðrir að keppa um að ná fólki til að byggja upp þekkingarfyrirtæki nýja hagkerfisins.

Í þekkingarþjóðfélagi þessarar aldar verða ekki mörk á milli fræðigreina.  Við þurfum að tileinka okkur þverfaglega hugsun og mikla nýsköpun.  Gott dæmi um það er hvað nemendur í Listaháskóla Íslands eru að sýna þessa dagana í Listasafni Reykjavíkur og hvernig Andri Snær Magnason hefur náð að hafa meiri áhrif á þjóðina í þessu efni en nokkur stjórnmálaleiðtogi undanfarinna ára. Viðskipti, listir, menning, náttúra landsins, hugvit og sköpun eru að tengjast nánum böndum.  Nýsköpun og frumkvöðlastarf tengist nánast öllum greinum.  Það mun skila okkur langt ef við náum að nýta þá auðlind sem mikilvægari er öllum öðrum þ.e. hugvitið. 

þessar upplýsingar eru teknar af Háskólavef


Bloggfærslur 21. mars 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband