Nýjar myndir frá Bakkafjöru

Bakkafjara 013Bakkafjara 014

Hér koma alveg glænýjar myndir frá Bakkafjöru þegar Herjólfur siglldi þarna upp að Bakkafjöruhöfn í fyrradag, ölduhæð á þessum tíma var um það bil 2,5 m að ég held  og suðaustanátt. Á fyrstu mynd sést inn um hálft hafnarmynnið en staurarnir sem standa þarna upp úr eru við enda varnargarðsins.

 

Bakkafjara 015Bakkafjara 022

Hér eru myndir af vinnuvélum og byggingakrönum á svæðinu

 

Bakkafjara 023Bakkafjara 024

 

Hér sést á annari myndinni beint inn um hafnarminnið og innsiglingin, tekið skal fram að varnargarðarnir eru ekki nærri komnir í þá hæð sem þeir koma til með að vera.

 

Bakkafjara 029

Á síðustu myndinni sjást garðarnir og púströrið á Herjólfi.

Myndirnar tók Stefán Sigurðsson kokkur á Herjólfi, ég þakka honum kærlega fyrir að senda mér þessar myndir og leyfa mér að setja þær á bloggið mitt.

Kær kveðja SÞS


Góð mynd af fallegu skipi

Ívar Herjólfur 008

Herjólfur í innsiglingunni í Þorlákshöfn, þetta er sérstaklega falleg mynd af skipinu.

 Myndina tók Ivar Gunnlaugsson skipstjóri á Herjóllfi.

 


Bloggfærslur 19. mars 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband