Toyota umboðið

Toyota umboðið reiknar með fyrir lok vikunnar verði ljóst hvaða bíla þarf að innkalla hér á landi vegna mögulegs galla í eldsneytisgjöf.

 Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi segir m.a í þessari grein:" að ef fólk teldi að bensíngjöfin í bíl þess sé eitthvað stíf þá sé það að sjálfsögðu hvatt til að koma og láta skoða bílinn.

 Mig langar að upplýsa Úlvar og þá sem eiga Toyota bíla, að þessi bilun í bensíngjöf Toyota bíla lýsir sér ekki eins og Úlvar segir að bensýngjöfin sé stíf alla vega ekki á mínum bíl. Ég á Toyata Raf 2007 motel,  á 2,5 árum hefur það komið þrisvar sinnum fyrir að bensíngjöfin festist inni og helst þannig í nokkrar sekundur, sem getur verið afar óþægilegt og hættulegt ef bensíngjöfin festist þegar billinn er á mikilli ferð. Hjá mér hefur þetta bæði gerst á 90 km hraða og 40 til 50 km hraða, en bensíngjöfin hefur verið alveg eðlileg á milli þess að hún festist.

Ég hafði samband við  Toyota umboðið strax og fréttir af þessu fóru að bersat og fékk strax tíma fyrir bilinn þar sem þetta var skoðað og lagfært. Frábær þjónusta hjá þessu umboði eins og alltaf.

Min reynsla er sú að Toyota umboðið er langbesta bílaumboð landsins og bílarnir sem ég hef keypt af umboðinu hafa lítið sem ekkert bilað. Ég hef því enþá þá skoðun að hvergi sé betri þjónusta en hjá Toyota umboðinu.


mbl.is Innköllun skýrist fyrir helgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. febrúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband