Sigurður Sigurðsson frá Stakkagerði

Sigurður Sigurðsson kokkur

 

Myndin er af Sigurði Sigurðsyni frá Stakkageri tekin í ágúst 1963, þarna er hann kokkur á Erlingi VE og er að hella upp á kaffi  fyrir kallana. Þetta sama ár var Siggi útskrifaður vélstjóri með 400 hestafla réttindi, en var beðinn um að vera kokkur þessa vertíð. Að eigin sögn hafði hann ekki mikla reynslu í eldamensku en þjálfaðist í því er líða tók á vertíðina. Það var oft erfitt að fá matsveina á báta á þessum tíma enda starfið oft á tíðum erfitt og vanmetið.

Á þessum árum var ávalt stór pottur fullur af sjóðandi vatni á eldavélinni þannig að það tók ekki langan tíma að hita kaffi.


Bloggfærslur 26. febrúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband