Frábært viðtal við Sveinbjörn Hjálmarsson

Höfundur Arnþór Helgason

 Mig langar að benda á frábært viðtal við Sveinbjörn Hjálmarsson um Guðrúnarslysið 23. janúar 1953, viðtalið tók Arnþór Helgason bloggvinur minn, sjá slóð hljód.blogg.is hér neðst. 

kær kveðja SÞS

 

Guðrúnarslysið 23. febrúar 1953

Hinn 23. Febrúar árið 1953 hvolfdi Guðrúnu VE 163 og fimm menn fórust. Fjórir komust af. Þeim vildi til happs að gúmíbjörgunarbátur var um borð og skolaði þeim á land skammt undan Hallgeirsey í Landeyjum.

Í þættinum, sem hér er birtur, segir Sveinbjörn Hjálmarsson, einn þeirra, sem komust af, frá þessum atburðum og draumum sem honum tengdust. Einnig er skotið inn athugasemdum Jóns Björnssonar frá Bólstaðarhlíð o.fl.

Þátturinn er birtur á mp3-sniði í 56 bita upplausn. Þeir, sem hafa hug á hljómbetra eintaki, geta haft samband við ritstjóra þessarar bloggsíðu.

Hlustendum skal bent á að þeir geta halað niður mp3-skránni og er það e.t.v. betra en að hlusta beint af netinu. Þátturinn er rúmar 43 mínútur og frásögnin tekur á.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

 http://hljod.blog.is/blog/hljod/

 


Á netavertið á Ófeigi II VE.

Ógeigur IIÓgeigur II 2

 Baujan tekin það er auðsjáanlega ekki mikill fiskur í netunum þegar horft er yfir úrgreiðsluborðið, en það var ekki vanalegt hjá Einari Ólafsyni sem var skipstjóri á Ofeigi II. þegarSigurður Sigurðsson tók þessar myndir. Sennilega er verið að taka þarna upp netin þar sem dregið er í eins og kallað er.

Ógeigur II 3Ógeigur II 4

 Gunnar Árnason við úrgreiðsluborðið ég þekki ekki þann sem er við hliðina á honum. Þeir voru flott klæddir á þessum árum þeir Gunnar Árnason og Ragnar Sigurbjörnsson báðir í flottum peysum, þarna er ekki brælan örugglega komið vor.

Ógeigur II 5Ógeigur II 6

 Því miður man ég ekki nafnið á þessum sem hér er í sjóstakknum með flotta prjónapotlu, en á seinustu myndinni er er Einar Ólafsson skipstjóri  í peysu. Ég þekki ekki manninn á bryggunni sem er í stakknum. Hjólið á líklaega Sigurður Sigurðsson sem tók allar þessar myndir.

Eftirfarandi athugasemd sendi mér vinur minn Þórarinn Sigurðsson og þakka ég honum kærlega fyrir:

Sæll vertu Simmi..Maðurinn með baujuna heitir Steingrímur Sigurðsson og byr á Egilsstöðum.Sá við Hliðina á Gunnari er sennilega Hjálmar frá Borgarfirði eystri. Sá við hliðina á Ragga er Már Jónsson kennari.Sá með húfuna er Jón Gunnlaugsson bróðir Sverris á Vestmannaey og þessi á brygguni er Hjálmar frá Bakkafirði bróðir konu Jögvans í ríkinu. kv ÞS


Bloggfærslur 23. febrúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband