Selkópur heimsækir smáeyjuna Hana árið1967

Selurinn og Siggi

 

 Þegar þeir Sigurður Sigurðsson og Gunnar Hinriksson voru ásamt fleirunm að byggja kofann í Hana sem er ein af Smáeyjum vestan við Heimaey árið 1967 tóku þeir eftir að lítill selkópur var kominn á flánna þar sem gengið er upp í eynna. Hann virtist vera vansæll því hann vældi eins og lítill krakki þarna á flánni. Þar sem þeir sáu ekki fullorðna selinn, töldu þeir að hann hafi orðið viðskila við móður sína. Þeir tóku því kópinn upp í kofa og létu hann sofa þar á svampdíu sem þeir höfðu í kofanum og gáfu honum að drekka mjólk sem þeir bjuggu til úr mjólkurdufti, einnig gáfu þeir honum síli sem þeir náðu frá lundanum. Gisti hann hjá þeim í nokkurn tíma en Þeim gekk síðan illa að losna við hann þegar þeir þurftu sjálfir að yfirgefa Hana.

 

 

Selurinn og Gunnar

 

 

Á myndunum eru Sigurður og Gunnar með kópin.

 

 

 

 

 

 

Selurinn 2


Bloggfærslur 15. febrúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband