Gleðilegt nýtt ár

Heiðar ný mynd 5

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sendi öllum þeim sem heimsótt hafa síðuna mína á árinu, mínar bestu óskir um gleðilet ár og þakka það lína. Sérstaklega þakka ég þeim mörgu sem sent hafa mér og lánað myndir til að setja á bloggið mitt.

Þessar fallegu myndir sem fylgja þessu bloggi eru frá Heiðari Egilssyni en hann hefur sent mér og leyft  að birta fjölmargar gullfallegar myndir fá Vestmannaeyjum og þakka ég honum sérstklega fyrir þær myndir.

Kær Hátíðarkveðja,  hafið það sem best um áramótin og passið ykkur á flugeldunum.

 Heiðar ný mynd 6


Loftbúðarskipið SRN 6 í Vestmannaeyjum 1968

img169

 

Ég hef áður sett á síðuna mína myndir af þessu SRN 6 loftpúðaskipi sem sigldi m.a. milli Vestmannaeyja og Bakkafjöru og einnig Reykjavíkur og Akranes ef ég man rétt. Afturhluti þess ásafnt hreyfli líkist meira flugvél en skipi.

Myndina lánaði mér Ingibergur Óskarsson.


Illugagatan fyrir 1970

img160

 

Myndin er tekin við Illugagötu þegar húsin þar eru í byggingu. Vinstra megin á myndinni má sjá húsið sem Addý Guðjóns og Hallgrímur bjuggu í og til hægri er Hús Gústa Ellabergs og Hauk Guðjónssonar  í Byggingu. Myndin er tekin á móts við húsið sem við Kolla áttum heima þegar við bjuggum í Eyjum eða við illugagötu 38. á myndinni er Björg Sigurjónsdóttir  sem heldur á Ingibergi og Björg Halldórsdóttir með töskuna.

Ótrúlega skemmtileg mynd sem Ingibergur Óskarsson lánaði mér.


Bloggfærslur 31. desember 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband