3.12.2010 | 18:16
Þórunn Sveinsdóttir búin að fá bláa litinn
Nýsmíði ÓS ehf.
Þórunn Sveinsdóttir hefur nú fengið bláa litinn. Búið er að sandblása skipið og það er hér verið að mála það.
Þetta er fallegt skip og vonandi kemur það til heimahafnar fyrir jólin.
Myndirnar Tók Sigurjón Óskarsson og fékk ég leyfi hans til að setja þær hér á síðuna mína.
Á bloggsíðu ÓS ehf skrifa þeir Sigurjón og Gýlfi:eftirfarandi:
"Fórum svo til Hirtshals að líta um borð, þar er allt á fullu,búið að sprauta
vélarúmið eina yfirferð með grunn. Verið að mála gólf á vélaverkstæði.
Báturinn á að fara út úr húsi seinni partinn á Sunnudag, hann verður í Hirtshals
fram á mánudagskvöld í smá handavinnu í málningu".
Hér er Gylfi Sigurjónsson kuldalegur kallinn, enda mjög kallt í Danmörku þessa dagana.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)