Gamlar húsaskreytingar í Eyjum

Guðmundur Ólafsson 2

 

Ég man ekki hver gerði þessar myndir á húsgaflana, en gaman væri að fá upplýsingar um það hér á bloggið mitt.

Myndirnar lánaði mér Guðmundur Guðmundsson starfsfélagi minn á Siglingastofnun , en faðir hans Guðmundur Ólafsson tók mikið af myndum ognokkrar þeirra eru frá Eyjum. Ég ætla að setja eitthvað af þeim hér inn á bloggið mitt.

Athugasemd frá Tóta vini mínum rafvirkja m.m.

Sæll vertu og gleðilega jólarest til þín og þinna,varðandi myndirnar þá fór Finnur teiknikennari með krakka úr barnaskólanum og lét þau teikna og mála myndir á húsgafla víða í bænum eingöngu á fyrirtæki ef ég man rétt,ég held að það sé ein sem er eftir og er hún á salthúsi Ísfélagsins þetta var gott framtak hjá Finns í Fagradal kv þs.

Takk fyrir þetta Þórarinn

 

 

 

 Guðmundur Ólafsson 1


Gleðileg jól 2010 á Vopnafirði

IMG_6267IMG_6362

Um jólin vorum við hjónin á Vopnafirði í góðu yfirlæti hjá Gísla, Hrund, Hrefnu Brynju, Bryndísi og Matthíasi. Þetta voru góðir dagar þar sem borðaður var frábær matur kannski helst til mikið en það er seinna tíma vandamál sem tekið verður á eftir áramót Blush. Flesta dagana var gott veður en versnaði á annan í jólum svo við vorum einum degi lengur. Við fórum í Vopnafjarðarkirkju og hlýddum á jólamessu og á jóladag fórum við í Hofskirkju þannig að ekki skorti guðsorðið á þessum jólum. Þá lét ég bloggið eiga sig um þessi jól það er skýringin á því að ég hef ekkert skrifað né svarðað á blogginu mínu. Þetta voru frábær jól sem við áttum  með fólkinu okkar á Vopnafirði.

Tvær efstu  myndirnar eru frá Vopnafirði en hús og fyrirtæki voru fallega skreytt í bænum.

IMG_6358IMG_6316

Á þessum myndum eru: Einar, Gísli og Hrund og á sleðanum eru Gíli og mamma hans Kolbrún Ósk, sá gamli er orðin of gamall á svona leiktæki Frown.

IMG_6305IMG_6307

Að sjálfsögðu komu jólasveinar í heimsókn með jólagjöf handa Matta, þeir hétu Kertasníkir og Stúfur, á myndinni er Matti með Hrund Mömmu sinni og jólasveinunum.

IMG_6329IMG_6331

Á aðfangadag elduðu hamborgarahrygg þau Kolla og Gísli á meðan við öll hin fórum í kirkju, þarna tekur Hrund það rólega eftir kirkjusóknina, enda törn hjá henni í eldamenskunni næstu tvo daga.

IMG_6322IMG_6325

Hér eru þær Bryndís og Hrefna Brynja komnar í jólafötin og jólaskap

IMG_6333IMG_6342

 Hrefna Brynja, Hrund og Kolla og húsbóndinn á heimilinu Gísli í góðu skapi.

 IMG_6304

IMG_6271

Matthías Gíslason inni og seinni myndin sýnir hann í gallanum sem hann er í þegar hann fer á snjósleðann með pabba sínum


Bloggfærslur 28. desember 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband