Töfrar steinsins eftir Hafstein Stefánsson

Sumar bækur eru oftar og lengur á náttborðinu hjá manni, svo er með ljóðabækur Hafsteins Stefánssonar: Töfrar steinsins og Leyndarmál steinsins. Alltaf jafn gaman að grípa þær og lesa ljóðin hans Hafsteins. Eftirfarandi er úr Töfrar Steinsins.

Vinur í raun 

Þegar kólgu þokan grá

þekur hlíðar, vötn og rinda,

finnur maður stundum strá

sem stendur af sér alla vinda.

 

 

 Systurskip þjóðarskútunnar 

Það vænkaðist á Vestmannaeyjarútunni

og virðulegt er snið á nýju skutunni

sem byggð var eftir teygjanlegum teikningum

og talnasúpu úr himinháum reikningum.

 

Menn reyndu þarna glæsilegan bárublakk

með brú sem minnti á nýinnfluttann Kadilakk.

En fyrir því menn fá nú sjaldan tryggingu

að ferðast megi langt á yfirbyggingu.

 

Víst má telja að vonlaust sé að rugg’ onum

ef verkfræðingar koma út báðum uggunum.

Oft hann kemst í annarlegar stellingar

ef hann fleytir verulegar kellingar.

 

Virðast ekki fara vel með fleytuna

fimm vindstig, sem stundum ýfa bleytuna.

Sannalega sjá menn eftir efninu,

svo má ekki gleyma perustefninu.

 

Hafsteinn Stefánsson

 

Ívar Herjólfur 008

 


Bloggfærslur 11. desember 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband