Gamlar kempur með vænan feng

Gamlar kempur með vænan feng

 

Kempurnar Bergur í Hjálmholti og Björn á Kirkjulandi landa hér stórlúðu. Milli þeirra má þekkja Helga Sigurlásson og hæra megin Bárð Auðunsson, Óla á Landamótum og Geir son hans. Hæstan ber Ágúst Óskarsson vélstjóra og hæra megin við hann Ragnar Baldvinsson og Árna Óla Ólafsson, stýrimenn.

Myndin er úr myndasafni Friðriks Jessonar íþróttakennara m.m. og birtist í Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja 1987


Ingibergur á Sandfelli ásamt Óskari Matt

img007

 Ingibergur á Sandfelli héldur hér á Ingibergi Óskarsyni frænda sínum, en sá litli var skírður eftir honum. Með honum á myndinni er Óskar Matt pappi hans.

Ingibergur á Sandfelli var lengi skipstjóri í Eyjum og átti síðast bát sem hét Auður VE ef ég man rétt. Hann var góður sögumaður og man ég vel eftir að hafa hlustað á margar skemmtilegar sögur sem hann sagði okkur peyjunum þegar við heimsóttum hann  á Sandfelli.

Ingibergur var f. 16. janúar 1897 í Sjávargöti á Eyrarbakka. d. 15. janúar 1987.


Bloggfærslur 30. nóvember 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband