29.11.2010 | 23:24
Þekkir einhver þessa krakka frá Eyjum
Þarna held ég að Bjarnólfur Lárusson sé ásamt öðrum krökkum sem ég þekki því miður ekki, gaman væri að fá athugasemdir ef einhver þekkir hina krakkana á myndinni.
Myndina skannaði ég úr Fréttum vikublaði 8. árgangi 16. júli 1981.
Í þessu sama blaði er sagt frá því að þjóðhátíðarnefnd Týs sé búin að ákveða verð á aðgöngmiða á Þjóðhátíðina og eigi hann að kosta 400 kr.. Börn innan fermingar og gamalmenni þurfa ekki að borga.
Krakkarnir eru í stýrishúsglugga gamla Herjólfs
Athugasemd frá Óskari skáfrænda:
Sæll Simmi. Lauga segir að þetta séu Bjarnólfur, Kiddi Gogga í klöpp, Tryggvi fóstursonur Olla málara, sá hálfi á myndinni sennilega Örvar flutti frá Eyjum ungur.
Bloggar | Breytt 30.11.2010 kl. 16:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)