25.11.2010 | 22:39
Glímt við stórlúðu
Glímt við stórlúðu um borð í togaranum Erling GK árið 1977.
Björgvin Sigurjónsson sendi mér þessa úrklippu af sjómönnum sem eru að glima við að setja stórlúðuna niður í lest.
Á myndinni er t,f.v: Kúti (Björgvin), Óli og Deddi.
Þessa skemmtilegu mynd tók Kristinn Benidiktsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.11.2010 | 21:52
Ásver VE 355 á landleið
Það gefur á bátinn við suðurströnd Íslands
Á myndinni er Ásver VE 355 á landleið með fullfermi af loðnu á vertíðinni 1973. Þarna sýpur hann vel innfyrir stjórnborðslunningu. það er ekki alltaf auðvelt að koma aflanum til hafnar þegar bræla er á miðunum.
Myndina tók vinur minn Torfi Haraldsson en hann er góður ljósmyndsri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)