Skemmtilegt að koma á vigtina til Torfa

Torfi fundarmenn

 Síðustu tvo daga hef ég verið í Vestmannaeyjum að vinna, þar sem ég var að skoða skip, öryggisbúnað við höfninni og Gúmmíbátaþjónustu Vestmannaeyja.

Veður í Eyjum hefur verið fábært þessa daga og sérstaklega var það  fallegt í dag. Þó Vestmannaeyjar séu að manni finnst fallegastar á sumrin þá geta komið svona dagar með þessa ótrúlega fallegu liti í fjöll og eyjarnar í kring, þetta gerist þegar sólin er svona lágt á lofti. Á heimleiðinni í flugvélinni var allur sjóndeildarhringurinn rauður og ótrulega fallegt að horfa yfir Eyjarnar.

Í dag gaf ég mér tíma til að heimsækja Torfa vin minn  á vigtinni og þá skemmtilegu menn sem þar venja komur sínar. Þegar ég kom inn var mér tilkynnt að ég vari áheyrnarfulltrúi sennilega með málfrelsi, því mér var ekki meinað að taka þátt í umræðum.  Eins og myndin sýnir þá eru þetta sérstaklega skemmtilegur hópur manna sem segir skemmtilegar sögur af mönnum og málefnum. Þið ráðið hvort þið trúið því eða ekki en það var ekki tekin til umræðu Landeyjarhöfn. Gott kaffi var þarna á boðstólum.

Þeir sem eru á myndinni eru t.f.v; Þór Vilhjálmsson, Snorri Jónssin, Óskar Þórarinsson, Sigmar Þ. Ólafur Ragnarsson bloggvinur minn. Á myndina vantar Torfa Haraldsson, Bervin Oddson og Eirik Þorsteinsson en allir þessir menn komu í kaffi og spjall þennan tíma sem ég staldraði  við í húsinu við  Friðarhöfn.

Torfi og félagar ég þakka ykkur kærlega fyrir gott kaffi og skemmtilega samverustund í dag, hlakka til að koma aftur til Eyja svo ég geti komist aftur á fund í litla húsið í Friðarhöfn.

Kær kveðja úr Kópavogi SÞS 


Bloggfærslur 24. nóvember 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband