13.11.2010 | 16:06
Bátslýsing á Erlingi VE 295
Erlingur VE 295.
Bátslýsing.
Stýrishúsiđ, stássiđ fínt,
Stebbi Friđriks prýđir.
Ţar er í miđin mikiđ rýnt
og mćla-aflestar tíđir.
Vélarrúmiđ vel hirt slot,
varla er ţađ galli.
Hjá Gunnsa er ekki vísađ í kot
í kaffiţambi og spjalli.
Lúkkarinn er laus viđ prjál,
leynist ţar engin raftur.
Týnist ţar niđri tvinni eđa nál
tafarlaust fyndist ţađ aftur.
Lýsing sú er ekkert bull
ađ lestinn sé nćgtarbrunnur,
Ekki alveg, en nćstum full
međ átta humar tunnur.
1. ágúst 1982 Atli Einarsson stýrimađur
Atli Einarsson hélt skýrslu um ţađ sem kom í veiđafćri m/b Erlings VE á ţví herrans humarúthaldi annó 1982 og ekki taldist af ćtt sjávardýra:
1. Fatnađur.
Kvenpils, grćnt, hálfsítt. Stigvél. Pollabuxur (á 6 ára). Ullarvettlingur. Rafsuđuhanski (vinstri) Dökkur sparisokkur. Kvenskór međ mokkasíusniđi (hćgri). Klofstigvél hćgri. Trefill. Prjónabolur. Karlmannsnćrbrćkur (orange-litar). Hár hćll af kvenskóm ( mónika 51/2 6 1/2.
2. Húsbúnađur
Gardína. Gólfmotta. Veggfóđur. Gólfteppi. Kaffikanna úr tini. Kaffibrúsi (Thermos 1,02 litrar)
3. Vélarhlutir.
Olíusíur. Bremsuborđi.
4. Ílát.
Svört ferđataska, Bjórflöskur (tómar). Bjórflöskuform (Heineken Duty free). 50 ltr. Dúkalímsfata, Tröllasmokkur. Olíutunna. 9 st. Drykkjarmál úr plasti. Drykkjarkanna frá eimskip. 700 litra fiskikassi frá Eyjaberg. Enskur kexkassi (Victoría). Blá skólataska.
5. Farartćki.
Hjólbarđi. Rafgeymir, 6 volt ( Pólar) Sćti á ţríhjól. Reiđhjóladekk.
6. Áhöld.
Gumslanga (2 73 sm). Viskustykki. Ronson 2000 hárţurrka. Hnífaparaskúffa. Oddveifa (fáni) frá Catterpiller. Fanglína af togara. Hluti af veđurathugunarhnetti ( United States Department of Commerce NOAA- National Weather Service Radiosonde). Gillette Contour rakvél. Hárgreiđa (bleik)
7. Til íţrótta.
Badmintonspađi. Kútur til sundkennslu.
8. Mannvirki.
Girđingarstaur.
Skrifađ upp ú Sjómannadagsblađi Vestmannaeyja 1985
SŢS
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:54 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)