10.11.2010 | 23:16
Er öryggisloki við netaspil úreltur ?
Er öryggi við netaspil úrelt ?
Árið 1972 hannaði Sigmund Jóhannsson teiknari og uppfinningamaður í Vestmannaeyjum öryggisloka við netaspil. Sigmund hannaði lokan að beiðni skipstjóra og útgerðarmanna í Eyjum sem höfðu lent í því að tveir menn á skipi þeirra höfðu farið í netaspilið. Útgerðarmenn í Eyjum sem stunduðu netaveiðar voru fljótir að tileinka sér þennan öryggisbúnað og settu flestir hann strax í skip sín. Því miður tók það níu ár að lögleiða þennan öryggisbúnað og koma honum í öll netaveiðiskip. Til mikils var að vinna því samkvæmt tölum um slys á sjómönnum á þessum tíma urðu að jafnaði 12 slys við netaspil árlega og mörg þeirra mjög alvarleg. Frá því lokinn var fyrst kynntur og þar til hann var kominn í öll skip urðu 92 slys við þessi spil þar með mörg alvarleg og að minsta kosti eitt dauðaslys.
![öryggi við netaspil 2 öryggi við netaspil 2](/tn/300/users/0a/nafar/img/oryggi_vi_netaspil_2.jpg)
'
A myndunum má sjá netaspil búið öryggisloka sem virkar í báðar áttir ( stauturinn með lykkjuni )
Það er skemmst frá því að segja að árið 1980 var þessi öryggisbúnaður mismunandi útfærður kominn í öll íslensk fiskiskip er stunduðu netaveiðar. Öryggislokinn fækkaði ekki bara slysum við netaspil heldur útrýmdi þeim alveg. Ekki er vafi á því að þessi öryggisloki á netaspil á stóran þátt í fækkun slysa á sjó og þar með dauðaslysa.
Á þessum myndum er netaspil með öryggisloka og dráttarkarli sem er til hægri á myndinni. Dráttarkarlinn sparar einn mann og fækkar öruglega slysum við netaspilin.
Nokkrir sjómenn hafa spurt mig hvort þessi öryggisloki sé ekki í dag úreltur og barns síns tíma, þar sem flest skip sem eru á netaveiðum séu komin með svokallaðan dráttarkall. Svarið við þessari spurningu er nei, hann er ekki úreltur. En það er ekki sama hvernig þessi loki er staðsettur og hvernig honum er fyrirkomið. Hann þarf að virka í báðar áttir því menn sem eru á rúllunni eiga líka á hættu að fara í spilið, þennan loka þarf líka að stilla nákvæmlega.
Fyrir nokkrum árum urðu málaferli vegna þess að maður fór í netaspil og slasaðist. Þessi bátur var búinn dráttarkarli en sá sem fór í spilið var sá sem var á rúllunni. Hann hafði verið að laga til teininn og þannig lent inn á spilinu. Sjómenn ættu því að huga vel að þessum loka og sjá til þess að hann sé í lagi og rétt stilltur.
Þannig á lokin að vera staðsettur og virka í báðar áttir.
Bloggar | Breytt 11.11.2010 kl. 16:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)