3.10.2010 | 16:32
Gullveig VE 331 gamlar myndir
Myndin er tekin um borð í Gullveigu VE 331 árið 1943.
Á myndinni eru t,f.v. Erlingur Eyjólfsson og Óskar Matthíasson með kjötpoka sem höfuðfat.
Takið eftir vinnuljósunum sem eru heimasmíðuð úr olíubrúsum.
Myndirnar hér fyrir neðan eru af Gullveigu VE og í bassaskýlinu er Guðni Jónsson, og á síðustu myndinni er Gullveig VE 331 vel hlaðin í löndunarstoppi á Siglufirði á því herrans ári 1943.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.10.2010 | 13:37
Bræður í leik
Ég held að það sé rétt hjá mér að þarna eru í leik frændur mínir bræðurnir Kristjan og Sigurbjörn Hilmarssynir, öðru nafni kallaðir Níonbræður.
Myndin er tekin að Illugagötu tvö fyrir margt löngu.
Myndina á Ingibergur Óskarsson
Bloggar | Breytt 5.10.2010 kl. 20:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)