27.10.2010 | 23:10
Frábærar myndir frá Heiðari Egilssyni
Heiðar Egilsson hefur sent mér nokkar gullfallegar myndir frá Eyjum og mun ég setja þær hér á bloggið mitt á næstu dögum. Ég þakka Heiðari kærlega fyrir þessa sendingu með þessum fallegu myndum frá Eyjum.
Þessi fyrsta mynd er frá höfninni í Vestmannaeyjum með logandi himinn í austri.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.10.2010 | 21:57
Elding VE 225 Ísuð
Hér er Björgvin Sigurjónsson á Eldingu VE 225 ´
Á myndinni sést að smábátar geta líka tekið á sig ísingu sem er ekki að síður hættuleg þessum bátum. Þarna er t.d Gúmmíbáturinn vel ísaður. Að sjálfsögðu er Eldingin búin Björgvinsbelti sem er guli hólkurinn þarna aftan á stýrishúsinu.
Björgvn Sigurjónsson er þekktur sjómaður í Eyjum aðalega fyrir að hafa hannað Björgvinsbeltið sem er eitt þekktasta björgunartæki til að bjarga mönnum úr sjó.
Mig minnir að Björgvin hafi sagt mér að Guðmundur Sigfússon hafi tekið þessar myndir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.10.2010 | 21:41
Gamlar myndir, stelpur af Miðstrætinu
Bloggar | Breytt 3.11.2010 kl. 20:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)