17.10.2010 | 11:51
Stökur eftir Jónas Friðgeir.
Stökur eftir Jónas Friðgeir.
Vertíðar lok.
Það er bágt að borgast hér
með bláan seðiltetur,
það er allt, sem eftir er
af hýrunni í vetur
Hann var tregur í trollið
Skipstjórinn er skaufalegur
skömm er þetta fiskirí,
þorskurinn mér þikir tregur
það er næstum ekkert í.
Við beitningu.
Krókur hér og krókur þar,
krókar eru alls staðar,
alltof lengi lóðirnar
liggja hérna óbeittar.
Landlega.
Ég stari suður heiðar,
stari bara og bíð.
Það er slæmt að stunda veiðar
í stormasamri tíð.
Hugsað við beitningu.
Að berjast áfram bótalaust
standa í skúrnum sleitulaust
býsna lélegt er,
og stara í gaupnir sér.
Brotin flaska.
Í vondu skapi víst ég er
vöknar mér um trýnið
veit ég nú að vitið fer
vel með brennivínið.
Tekið úr Sjómannablaðinu Víkingur frá 1971
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)