14.10.2010 | 21:16
Jákvæð og góð frétt af sjónum
Síldveiðin var góð í vikunni og hefur gengið hratt á síldarkvóta skipa HB Granda. Það kemur mönnum nokkuð á óvart hve síldin gengur seint að þessu sinni út úr íslensku lögsögunni en í fyrra lauk síldveiðum skipa HB Granda í lögsögunni í lok septembermánaðar.
Gott að fá jákvæðar fréttir , nú af blessaðri síldinni sem oft hefur bjargað okkur íslendingum þegar þrengir að okkur, og enn eru það blessaðir sjómennirnir okkar sem koma með mikla bjög í bú. Ætli Steingrímur J. viti af þessu ? ég efast um það.
Kær kveðja
Síldin kemur á óvart | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.10.2010 | 20:21
Myndir af Guðrúnu Guðleifsdóttir ÍS 102 á síldveiðum
Guðrúnu Guðleifsdóttir ÍS 102 á síldveiðum, þarna er verið að háfa auðsjáanlega góða síld um borð í skipið.
Á neðri myndinni eru menn í háfnum, þeir heita Grétar Kristjánsson, Elvar Bæringsson og Kristján Eiarsson sem lánaði mér myndirnar. Því miður hef ég ekki fleiri nöfn á skipverjum.
Takk fyrir Kristján að leyfa mér að birta þessar frábæru myndir af sjónum.
Myndirnar á Kristján Einarsson.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.10.2010 | 20:04
Ísing getur verið hættuleg skipum
Myndirnar sem fylgja þessu bloggi fékk ég hjá Kristjáni Einarssyni á Flateyri og eru þær teknar um borð í Guðrúnu Guðleifsdóttir Ís 102. Skipið er að koma af Vestfjarðarmiðum og siglir þarna inn Ísafjarðardjúp mikið ísað eins og sjá má. Guðrún Guðleifsdóttir var þarna á línuveiðum þar sem línan var beitt um borð. Myndir Kristjáns eru teknar veturinn 1968. En þær sýna vel hvað mikil ísing getur hlaðist á skip. Alltaf má búast við ísingu þegar vetur gengur í garð. Eftirfarandi er tekið úr grein er nefnist Ísing skípa eftir Hjálmar R. Bárðarsson fyrverandi siglingamálastjóra:
"ísing skipa er vel þekkt fyrirbæri hér við land, eins og á öðrum norðlægum hafsvæðum. Ísing er það almennt nefnt, þegar ís hleðst á fasta hluti, t.d. á flugvélar, skip, rafmagslínur, loftnet eða mælitæki.Algengasta ástæða ísingar skipa er þegar ágjöf og særok frýs á yfirbyggingum og á möstrum og reiðaskipanna. Til er önnur gerð ísingar skipa, þegar andirkæld frostþoka eða regn frýs og myndar þá ósalt hrím á skipunum. Þetta getur að sjálfsögðu einnig verið skipum hættulegt, en er algengast á heimskautasvæðunum, og kemur hér lítt við sögu og verður því ekki rætt nánar. Hætta sú, sem skipum er búin af ísingu, er að sjálfsögðu fyrst og fremst sú, að vegna mikillar yfirþyngdar ísingarinnar á skipin færist þyngdarpunktur skipanna ofar, þannig að þyngdarstöðugleiki þeirra minnkar, en um leið hlaðast skipin dýpra í sjó og þá rýrnar samtímis formstöðugleiki skipanna. Stöðugleikinn minnkar þannig mjög fljótt, þegar ís hleðst á skip, og er því mjög hætt við að hvolfa snögglega. Vitað er um fjöldamörg sjóslys, sem orðið hafa beinlínis vegna ísingar skipanna, en ennþá fleiri eru jafnvel þau sjóslys, þar sem sterkar líkur eru fyrir að ísing hafi verið meginorsök slyss, þótt enginn hafi verið til frásagnar".
Ég vil þakka Kristjáni Einarsyni kærlega fyrir að leyfa mér að birta þessar myndir sem hann tók um borð í Guðrúnu Guðleifsdóttir ÍS 102.
Á myndini sét til vinstri Bolafjall og líklega svokölluð Ófæra.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)