Það sem eftir er af þessu fræga skipi Skaftfellingi VE 33

Skaftfellingur á förum

 Skaftfellingur VE 33 var smíaður í Danmörku 1916.

Skaftfellingur VE þjónaði Skaftfellingum og Vestmannaeyingum um fjögurra áratuga skeið. Fátítt mun, ef ekki einsdæmi, að nokkurt skip á síðustu öld hafi jafn lengi gengt hlutverki farþega- og flutningarskips sem Skaftfellingur, en hann hélt uppi samgöngum frá Reykjavík um Vestmannaeyjar austur í Skaftafellssýlur á árunum 1918 - 1939 og eftir það á milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur fram til ársins 1959. Auk þess var Skaftfellingur í fiskflutningum á milli Vestmannaeyja og Fleetwood í Bretlandi öll stríðsárin, og háði þá marga hildi við Ægi konung. Mesta frægðarverk áhafnar skipsins var björgun þýskra kafbátsmanna í ágúst 1942. Þá komst Skaftfellingur einnig undan þýskum kafbáti sem talinn var hafa skotið að skipinu nokkrum vikum eftir björgun áhafnar kafbátsins. Arnþór og Sigtryggur Helgasynir gáfu út  lítið rit er þeir nefna; Saga Skaftfellings VE 33 Ágrip þar er saga hans rakin í máli og myndum, eiga þeir bræður heiður skilið fyrir þetta verk.

 Myndina tók Halldór Guðbjörnsson.

Sigþór Ingvarsson sendi mér eftirfarandi athugasemd og takk fyrir það Sigþór.:

Heill og sæll, báturinn var fluttur til Vikur fyrir tilstuðlan Sigrúnar Jónsdóttur listakonu,en hún bar miklar taugar til bátsins. Stjáni á Flötunum sá um að koma bátnum til Víkur, hann er nú hýstur í gömlu pakkhúsi í þorpinu. Til gamans má geta þess að Skaftfellingur er stærsta skip sem farið hefur innfyrir Búrfell! Kveðja Sigþór


Fallegur bátur Blátindur VE 21

 Flottur bátur Blátindur VE

 Blátindur VE 21 var smíðaður í Vestmannaeyjum 1947 hann er smíðaður úr eik og 45 brl.

 Nokkrir áhugamenn í Vestmannaeyjum sem vilja varðveita gömul skip og báta hafa reynt að varðveita þennann fallega bát.

 Á seinni mynd er Tryggvi Sigurðsson vélstjóri, likansmiður og mikill áhugamaður um skip og Árni Johnsen alþingismaður.

 

  Tryggvi um borð í Blátind VEMyndirnar tók Halldór Guðjörnssoon


Bloggfærslur 6. janúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband