Víking Björgunarbátar bjarga í fyrsta skipti.

Það eru  eru 50 ár síðan Vínking Gúmmíbátaframleiðandinn stofnaði fyrirtækið, hér segir frá tveimur slysum þar sem Gúmmíbjörgunarbátar Víkings koma við sögu.

Fyrstu sem björguðust í Víking Gúmmíbjörgunar

Fyrsti VIKING gúmmíbjörgunarbáturinn bjargar sjómönnum. Þann 10. mars 1963 fórst Danska fiskiskipið ‘Dagmar Larsen’. Eftir mjög ýtarlega en árangurslausa leit SOK, Danska leitar- og björgunarliðsins, auk liðsinnis  tveggja tundurduflaslæðara og nokkurra annarra herskipa, leit sem stóð yfir í nokkra daga, og náði yfir 10,000 fermílna svæði, var ákveðið að hætta leit. Í kjölfarið hafði SOK samband við Hr. Bjerre-Madsen til að fá úr því skorið hvort fiskiskipið hafi verið útbúið gúmmíbjörgunarbát. Fjölskyldur áhafnarinnar töldu svo ekki vera en Hr. Bjerre-Madsen upplýsti SOK með ánægju að rétt fyrir brottför hafi hann sannfært Hr. Larsen, eiganda fiskveiðiskipsins, að setja um borð í skipið  gúmmíbjörgunarbáta, áður en haldið var til hafs. Þar af leiðandi var Hr. Larsen og tveimur áhafnarmeðlimum hans bjargað eftir þriggja sólarhringa dvöl í VIKING gúmmíbjörgunarbáti. Fregnum af afrdifum fiskveiðimannanna þriggja var tekið með fögnuði, þá sérstaklega af Nordisk Gummibåtsfabrik og starfsmanna þess er höfðu allir fylgst með fregnum af atvikinu á útvarpsstöðinni Radio Blåvand. Þó að sýnt hafði verið fram á mikilvægi  gúmmíbjörgunarbátanna áttu enn nokkur ár eftir að líða áður en gúmmíbjörgunarbáturinn var í raun viðurkenndur á heimsvísu sem björgunartæki: 

Þann 7. september 1966 fórst Norska ferjan Skagerak úti við Hirtshals á vesturströnd Dannmerkur. Öllum 144 farþegum skipsins var bjargað í einni best heppnu björgunaraðgerð sögunnar. 22 tuttugu manna VIKING gúmmíbjörgunarbátar voru notaðir og leiddi velgengni aðgerðarinnar til þess að VIKING vörur voru kynntar á heimsvísu. Farþegaskip og Víking Gúmmíbjörgunarbátar

Í Sjómannablaðinu Víkingnum segir frá þessu slysi:

Norska ferjan ,, Skagen “ ferst 143 manslífum bjargað.

(Mynd 1) Larsen ásamt einum skipverja hans.(Mynd 2) 22 VIKING gúmmíbjörgunarbátar í notkun – hver bátur tekur 20 manns innanborðs.

Á Þjóðhátíð fyrir nokkuð mörgum árum.

Grétar og simmi Þ á þJóðháttíðSigmar Þröstur og Ingibergur

 

 

 

Myndir frá Þjóðhátíð: Grétar og Sigmar Þór Sveinbjörnsynir og Frændurnir Sigmar Þröstur Óskarsson og Ingibergur Óskarsson


Bloggfærslur 30. janúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband