Grafarinn að störfum

Vestmannaey Grafari

 

Myndina sendi mér Ómar Kristmannsson með þeim texta að maðurinn í kappanum sé Einar í Betel, en Einar var nokkur ár starfsmaður Vestmannaeyjahafnar.
Þessu grafskipi sem hét Vestmannaey hefur verið grandað og er það að mínu viti slæmt slys að varðveita ekki þetta skip sem þjónað hefur Vestmannaeyjahöfn í marga áratugi.

Árgangur 1946 stelpur

Árgangur 1946 stelpur

 

Árgangsmót Vestmannaeyinga fædda 1946 verður í sumar í ágústmánuði, hér er mynd af nokkrum eyjastelpum úr þessum árgangi.

Tfh: Helga, ???, Fjóla, Rannveig og ???'. Vantar nöfn á tveimur stelpum,?

Ef einhver þekkti þær væri gaman að fá nöfnin, Mig minnir að þessi mynd hafi verið tekinn í skemmtigöngu.


Óskar og Sigurjón

Óskar M. og Sigurjón Ó

Óskar Matthíasson Jr í Glugganum

 

 

 

Óskar Matthíasson og Sigurjón Óskarson skipstjórar og Útgerðarmenn, og Óskar Matthíasson yngri nú skipstjóri á skuttogaranum Bylgju VE 75.


Bloggfærslur 28. janúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband