20.1.2010 | 21:40
Vélskólinn í Vestmannaeyjum 1963 til 1964
Vélstjóraskólinn í Vestmannaeyjum 1964. Klikkið tvisvar á myndina til að stækka hana.
Myndirnar tók Óskar Björgvinsson ljósmyndari.
Efsta röð t.f.v; Brynjólfur Jónatansson kennari, Friðrik Pétursson kennari, Guðmundur Eírilksson skólastjóri, Henrik Linnet kennari, Magnús H. Magnússon kennari. Önnur röð t.f.v; Þór Í Vilhjálmsson, Magnús Stefánsson, Örligur Haraldsson, Ágúst Guðmundsson, Pétur Guðmundsson, Gunnar Halldórsson, Vilhjálmur Geirmundsson, Björn Pálsson. Þriðjaröð t.f.v; Guðni Benediktsson, Jóel Guðmundsson, Sigmar Þ. Sveinbjörnsson, Borgþór Pálsson. Fjörða röð t.f.v; Guðmundur Gíslason, Sigurbjartur Kjartansson, Valur Svavarsson, Jón Guðmundsson, Kristmann Kristmannsson, Helgi Egilsson, Grímur Magnússon, Sigurður Sigurðsson.
Til fróðleiks má geta þess að þarna á myndinni eru 20 nemendur, 17 af þeim bjuggu í Vestmannaeyjum um lengri eða skemmri tíma. Af þessum 17 mönnum dóu 3 í sjóslysum þeir Örlygur Haraldsson, Jóel Guðmundsson og Guðmundur Gíslason.
Það sem m.a. er minnistætt frá þessu ári og námskeiði er að Surtur fór að gjósa á árinu 1963 þegar námskeiðið stóð yfir og ég man að þetta var góður hópur í þessum árgangi. Þetta námskeið í vélstjórn gaf okkur réttindi til vélstjórar með 400 hestafla vélar. Þetta þótti góður skóli í þá daga því það voru ekki margir bátar í Eyjum með stærri vélar. Í dag eru margir smábátar með langt yfir 500 hestafla vélar.
kær kveðja
Bloggar | Breytt 21.1.2010 kl. 21:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)