Fleiri góðar Gosmyndir frá Ómari Kristmanns

Ómar, Eldfell spúanfi eldi

 

Eldfellið séð frá Friðarhafnarbryggju þarna er fjallið enn spúandi eldi í apríl 1973.

Þarna sést yfir á Básaskersbryggju og næst á myndinni er Olíuportið og yfir það má sjá Emmuhúsið sem í dag er í eigu Benónýs Gíslasonar.

 

 

 

 

Ómar, Fiskiðjan Nausthamar

 

Prammi hafnarinnar í Eyjum við  Nausthamarsbryggju. Þarna er dæling á hraunið í fullum gangi sjá má dæluvélarnar á prammanum og Fiskiðjuna til hægri á myndinni. Þótt menn hafi ekki allir í fyrstu haft trú á að dælig og kæling hraunsins mundi hefta hraunrennslið, held ég að flestir hafi í lokin viðurkennt að þessi aðgerð hafði tilætluð  áhrif og hraunið hefði farið mun lengra ef ekkert hefði verið gert til varnar.

 

 

 

 Ómar, útvegsbankinn og hraunið

 

Útvegsbanki Íslands held ég hann hafi heitið í þá gömlu góðu daga.

Hér sjáum við austur að nýjahrauninu, og vikur kominn upp á glugga.

Myndirnar tók Ómar Kristmannsson í apríl 1973.

Kær kveðja SÞS


Bloggfærslur 19. janúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband