19.1.2010 | 21:32
Fleiri góðar Gosmyndir frá Ómari Kristmanns
Eldfellið séð frá Friðarhafnarbryggju þarna er fjallið enn spúandi eldi í apríl 1973.
Þarna sést yfir á Básaskersbryggju og næst á myndinni er Olíuportið og yfir það má sjá Emmuhúsið sem í dag er í eigu Benónýs Gíslasonar.
Prammi hafnarinnar í Eyjum við Nausthamarsbryggju. Þarna er dæling á hraunið í fullum gangi sjá má dæluvélarnar á prammanum og Fiskiðjuna til hægri á myndinni. Þótt menn hafi ekki allir í fyrstu haft trú á að dælig og kæling hraunsins mundi hefta hraunrennslið, held ég að flestir hafi í lokin viðurkennt að þessi aðgerð hafði tilætluð áhrif og hraunið hefði farið mun lengra ef ekkert hefði verið gert til varnar.
Útvegsbanki Íslands held ég hann hafi heitið í þá gömlu góðu daga.
Hér sjáum við austur að nýjahrauninu, og vikur kominn upp á glugga.
Myndirnar tók Ómar Kristmannsson í apríl 1973.
Kær kveðja SÞS
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)