18.1.2010 | 23:56
Gosmyndir frá Ómari Kristmannssyni
Þessar myndir eru teknar í apríl 1973 af Eldfelli og húsum á kafi í ösku. Ekki er ég klár á við hvaða götu þessi hús eru, en gaman væri ef einhver þekkti húsin og götu og að sá hinn sami setti hér inn athugasemd.
Hér á mynd tvö er Sjúkrahús Vestmannaeyja en það stendur við Sólhlið. Einnig sjást nokkur hús sem standa við Helgafellsbraut. Þarna sést lika vel Eldfellið spúandi gosreyk og líklega einhverri ösku með.
Myndirnar tók vinur minn Ómar Kristmannsson í apríl 1973
Bloggar | Breytt 19.1.2010 kl. 08:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)