6.9.2009 | 23:59
Fólk bíður fyrir utan Bjarma
Hér er enn ein mynd þar sem fólk bíður fyrir utan verslunina Bjarma, kannski þekkir einhver þetta fólk sem þarna er statt á Miðstræti í Eyjum. þetta er auðsjáanlega mjög gömul mynd takið eftir barnavagninum.
Bloggar | Breytt 13.9.2009 kl. 11:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.9.2009 | 21:20
Vélbáturinn Helgi VE 333
Þetta er vélbáturinn Helgi VE 333.
Hélgi VE fórst 7. janúar 1950 er hann rak vélarvana upp í Faxasker í aftakaveðri, Hann var að koma frá Reykjavík, allir sem um borð voru fórust.
Mér finst það skilt að nefna mennina sem töpuðu lífinu þarna í Helgaslysinu.
Hallgrímur Júlíusson skipstjóri 43 ára
Gísli Jónasson stýrimaður Siglufirði 32 ára
Jón Valdimarsson 1 vélstjóri 34 ára
Gústaf Adólf Runólfsson 2 vélstjóri 27 ára
Hálfdán Brynjólfsson matsveinn 23 ára
Sigurður Ágúst Gíslason 26 ára
Óskar Magnússon 22 ára
farþegar voru
Arnþór Jóhannson Skipstjóri Siglufirði 43 ára
Séra Halldór Einar Johnson 64 ára
Þórður Bernharðsson frá Ólafsfirði 16 ára
Gísli og Óskar komust lifandi upp í Faxasker en króknuðu á skerinu það var svo brálað veðrið að menn komust ekki að til björgunar og sömu nótt brann Hraðfrystistöðin til kaldra kola . þetta var mikil blóðtaka fyrir lítið samfélag eins og Vestmannaeyjar eru.
Bloggar | Breytt 8.9.2009 kl. 17:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Hér kemur fróðleikur frá vini mínum Tryggva Sigurðssini
Helgi VE333 var sá bátur sem átti hvað flestar ferðir milli Islands og Englands á stríðsárunum síðari og þegar upp var staðið hafði hann siglt yfir 200 ferðir án óhappa það er því kaldhæðni örlagana að hann skyldi farast rétt við bæjardyrnar inn til Vestmannaeyja.
Þegar hann hljóp af stokkunum nýr hér í eyjum árið 1939 þá var hann stærðsta skip sem smíðað hafði verið á Islandi og mældist hann 120 tonn.
Hér kemur fróðleikur frá Sigþór Ingvarssyni:
Heill og sæll ,eg hef hug á að segja frá aðdraganda fyrstu ferðar móðir minnar til Eyja. Hún var að flytjast búferlum Til Vestmannaeyja í janúar 1950 , búslóð hennar var komin um borð í Helga VE 333 í Reykjavík , Áætluð brottför að kvöldi 6 jan. Síðdegis þann dag hefur afi ( Sigurjón Ingvarsson skógum) samband við pabba til Reykjavíkur og telur óráðlegt fyrir foreldra mína að taka sér far með Helga vegna veðurútlits, móðir mín ófrísk og óvön sjóferðum, taldi hann ráðlegt að bíða skipaferðar nokkrum dögum seinna sem gert var . Menn vita hvernig fór um sjóferð þá, móðir mín stóð eftir allslaus sem er reyndar smámál miðað við mannskaðann. Kveðja Sigþór.Takk fyrir þetta Sigþór