29.9.2009 | 21:22
Hafnarbáturinn Léttir hlaðin fólki
Hér er Hafnarbáturinn Léttir hlaðinn fólki.
Þarna er hvert rými nýtt og ekki einu sinni útsýni úr stýrishúsi, engin maður eða kona með björgunarbelti og örugglega engin að hugsa um slíkt á þessum tíma.
Líkilega hefði þetta verið kært ef svona lagað gerðist í dag, alla vega eru menn meira meðvitaðir um öryggi sitt en var á þessum tíma.
Gaman væri ef einhver vissi á hvaða ferðalagi þetta fólk væri, eða hvort einhver þekkti þetta fólk.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.9.2009 | 20:44
Stelpur róa árabát
Hér er gömul mynd af stelpum að róa árabát á Vestmannaeyjahöfn.
Því miður þekki ég ekki nöfnin á þessum stelpum, en gaman væri ef einhver kannaðist við þær.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)