24.9.2009 | 18:08
Olíubryggjan inn í Botni
Ekki veit ég hvort þessi bryggja hafði eithvað nafn, en í mínu ungdæmi kölluðum við peyjarnir hana Olíubryggjuna. Líklega var hún notuð til að dæla olíu í geymana út á Eiði.
Hún var einnig notuð af útgerðarmönnum í Eyjum sem notuðu hana til að leggja bátum sínum við hana og láta fjara undan þeim, þá gátu menn kústað bátana eða hreinsað af þeim gróður og einnig hreinsað úr skrúfu. Þetta sparaði slippupptöku. Í dag er svona aðstaða kölluð fæatækraslippur.
Eldri menn geta kannski frætt okkur um hvers vegna hún var byggð á sínum tíma.
Kær kveðja SÞS
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.9.2009 | 17:41
Spariklæddir á Bryggunni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)