Kröfuganga og útifundir II

Útifundur Tryggvi

krofuganga 1 mai

 

 Hér koma tvær myndir af kröfugöngu og útifund í Eyjum. Ekki veit ég tilefnið en þarna eru líklega rauðum flöggum flaggað. 


Gömul mynd af húsum í Vestmannaeyjum

Húsamyndir gömul mynd

 

Þekkir einhver húsin á myndinni?

Gaman væri að fá athugasemdir við þessa mynd.


Horft að olíuportinu og inn í Friðarhöfn

Horft að ólíuportinu 1

 Gamlir eyjamenn kannast örugglega við þetta sjónarhorn. Myndin er tekinn frá stað þar sem vörubílarnir voru smúlaðir og  þvegnir eftir löndun eða önnur verkefni.  Slorið og drullan fóru bara í höfnina, þannig að það var nóg að éta fyrir sjófuglana eins og sést á myndinni ("Lengi tekur sjórinn við" var vinsælt orðatiltæki á þessum tíma Blush.)

Á myndinni sést það sem kallað var olíuportið,  Vinnslustöðin og var húið sem er nær  ekki kallað Krókur ?  Báturinn lengst til hæri er að mig minnir  Emma ve.

Þetta svæði var fyllt upp og þar er nú planið fyrir aftan Herjólf og Herjólfsafgreiðslan.

kær kveðja


Bloggfærslur 20. september 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband