13.9.2009 | 16:10
Gamlar myndir frá Þjóðhátíð í Herjólfsdal
Hér eru nokkrar gamlar myndir frá þjóðhátíð í Herjólfsdal, ekki veit ég um ártalið en Tryggvi Sigurðsson sendi mér þessar myndir og þakka ég honum kærlega fyrir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.9.2009 | 11:55
Strandvegur
Strandvegur. Húsin til hægri á myndinni eru hús Helga Ben líklega hefur Vosbúð verið þarna þegar myndin er tekin og síðan kemur Mjólkurbarinn, þá Húsið Sandur. Ólafsvellir kemur Geitháls og Fagurhóll.
Þarna er verið að byggja ofan á Mjólkurbarinn eða húsið sem hann var í.
Gaman væri að fá athugasemdir við þessa mynd ef einhver þekkir nöfnin á húsunum
Kær kveðja SÞS
Bloggar | Breytt 14.9.2009 kl. 20:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.9.2009 | 10:49
Þórunn Sveinsdóttir VE 401 í skipamíðastöð Stálvíkur hf
Þórunn Sveinsdóttir VE 401 sk.nr. 1135 var smíðað í Stalvík hf. við Arnarvog í Garðarbæ árið 1970. Skipið var þá 105 brúttórúmlestir með 650 hestafla MVM vél. ( síðar var það stækkað) Skipið kom til Vestmannaeyja 20. febrúar 1971 eigandi skipsins var Ós hf. fjölskyldu fyrirtæki Óskars heitins Matthíassonar skipstjóra og útgerðarmanns. Þetta skip átti eftir að verða þekkt gæfu- og aflaskip undir öruggri stjórn Sigurjóns Óskarsonar skipstjóra og útgerðarmanns. Það er staðreynd að sumum skipum og skipsnöfnum fylgir gæfa og öðrum ekki þó að auðvitað ráði þar miklu að skip sé vel mannað, með vönum og traustum skipverjum og með skipstjórn fari duglegur og góður sjómaður. Sigurjón og áhöfn hans urðu aflakóngar á þessu skipi í Eyjum í 11 vetrarvertíðir, og einnig bjagaði Sigurjón og hans menn fjölda sjómanna sem lentu í sjóslysum.
Myndirnar voru tekknar þegar skipinu var gefið nafn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)