12.9.2009 | 22:54
Dýpkunarskipið Vestmannaey
Grafskipið Vestmannaey kom til Vestmannaeyja 29. maí 1935.
Fyrsta skiphöfn voru: Runólfur Runólfsson Vélstjóri, Guðmundur Gunnarsson Vélstjóri, Helgi Guðlaugsson og Böðvar Jónsson.
Fyrsta verkefni var að dæla upp sandi innan við Básaskersbryggju og síðan úr innsiglingunni í krikan milli HEimakletts og Hörgeyrargarðs.
Gaman væri að vita hve mörg þúsund tonnum þetta dypkunarskip hefur dælt upp úr Vestmannaeyja höfn.
Skipinu var fargað, það er ótrúlegt hvað menn geta verið skammsýnir aðhafa ekki varðveitt þetta skip.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.9.2009 | 00:42
Dypkunarskipið Grettir
Dýpkunarskipið Grettir þá í eigu Vitamálastofnunar dýpkar innsiglinguna í Vestmannaeyjahöfn. bátarnir sem eru á myndini eru Jötunn VE273 og Helgi VE333. Myndin er liklega tekin fyrir árið 1950 Tryggvi Siurðsson vinur minn benti mér á að Hegi VE 33 er þarna á myndinni og hann fórst 1950.
Árið 1954 var hafist handa um stórfelda dýpkun hafnarinnar. Var innsigling breikkuð alveg milli hafnargarðana, eins og aðstaða var frekast til, og dýpkuð þannig, að stærsta skip íslenska verslunarflotans ,, Tröllafoss" sigldi í fyrsta sinn inn í höfnina í Eyjum er þeirri framkvæmd var lokið, og lagðist hann að bryggju í Friðarhöfn, enda hafði þá höfnin verið dýpkuð alla leið frá ytri hafnargarðinum og þangað inneftir, í beina línu frá norðurhafnargarðinum. Voru þar að verki dýpkunarskipi ,,Vestmannaey" og Grettir sem sést hér á þessari mynd.
Kær kveðja SÞS
Bloggar | Breytt 13.9.2009 kl. 11:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)