29.8.2009 | 22:35
Bjarmi verslun Helga Ben
Þetta er Bjarmi Verslun Helga Ben við Miðstræti í Vestmannaeyjum. Gaman væri að vita hvað þarna er um að vera þar sem mikill fjöldi manna er þarna fyrir utan verslunina.
Kannski veit einhver sem les þetta blogg hvað þarna stendur til, alla vega virðist fólkið vera að bíða þarna eftir einhverju.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.8.2009 | 22:23
Gamlar götumyndir úr Eyjum
Bárugatan að vetri til húsið til vinstri er kaupfélag vestmannaeyja og Drífandi fjær. Ég man ekki nöfnin á húsunum hægra meginn.
Vestmannabraut séð í vestur, sennilega gott færi að hanga aftaní bílum á þessum tíma.
Á báðum þessum myndum er rafmagn flutt í loftlínum.
Myndirnar sendi mér Tryggvi Sigurðsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.8.2009 | 13:17
Stakkasund á Sjómannadegi 1940
Myndin er tekin á Sjómannadegi árið 1940 þar sem fer fram stakkasund í Vestmannaeyjahöfn. Fjórir menn virðast taka þarna þátt í sundinu.
Þarna eru bátar bundnir við ból úti á miðri höfn þar sem ekki var bryggjupupláss fyrir þá.
Ég er ekki klár á hvaða bryggja þetta er en gæti þetta verið Edinborgarbryggja ? Eða hét hún ekki það bryggjan sem var bak við Hraðfrystistöðina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)