Minning um mann. Ólafur Vigfússon skipstjóri Gíslholti

Ólafur Vigfússon 3

 

 

 

 

 

 

 

 Ólafur Vigfússon skipstjóri Gíslholti

F. 21. 08. 1891.  D. 15. 05. 1974. 

Altaf verður mér í minni

er manninn sá í fyrsta sinni

að kvöldi dags ég kom til hans.

Hélt ég þá, í heimsku minni,

 að heldur lítil afrek ynni

karlinn sá í kröppum dans.

 

En oft á hafsins úfnu bárum

við Eyjar, fyrir mörgum árum,

sýndi hann hreina sjómanns list.

Er við börðumst beint á móti

brotsjóum og ölduróti

og höfðum brattar bárur rist.

 

Óli Fúsa alltaf glaður

afbragðskarl og sómamaður

aldrei skipti skapi á sjó.

Fiskaði meir en flestir aðrir

sem fóru lengra, veðurbarðir,

hann var einstök aflakló.

 

Gamli Skúli góður bátur

gat ég oftast verið kátur

Tuxham mótor traustur var.

Alltaf gekk hann eins og klukka,

ekki var það slembilukka,

aldrei varð neitt óhapp þar.

 

Ef illfært var og afli tregur

Óli var jafnskemmtilegur,

ávalt trúði á æðri mátt.

Okkur varð svo allt að láni

þó ýfðist sjór og bylgjur gráni

sigldum við í sólarátt.

 

Hjá sömu útgerð sigldi lengi

sagt er að hann verðlaun fengi,

aflamaður alltaf var.

Hniginn er að hinsta beði

á himnum býr með sæmd og gleði,

Friðarhöfn svo fékk hann þar.

 

Eftir Benedikt Sæmundsson

 


Bloggfærslur 26. ágúst 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband