SOS sannar frásagnir af svaðilförum, hetjudáðum og slysum

Í Vestmannaeyjum hefur gegnum tíðina verið gefið mikið út af blöðum og tímaritum, fyrir þá sem hafa gaman af grúski langar mig að minna á eitt blað af mörgum sem gefið var út a.m.k. á árunum 1957 til 1958. Það hét og heitir NÝTT SOS og fjallar um sannar frásagnir af svaðilförum, hetjudáðum og slysum. Bæði eru þetta erlendar og innlendar frásagnir en þó í meirihluta erlendar.

Blaðið SOS

Blaðið SOS 2

 

Í blöðunum er m.a.  eftirfarandi upplýsingar um Útgefanda: NÝTT S.O.S., Vestmannaeyjum . Ritstjóri og ábyrgðarmaður er: Gunnar Sigurmundsson. - Verð hvers heftis kr10,00. - Afgreiðsla Brimhólabraut 24, Vestmannaeyjum. Í Reykjavík Óðinsgata 17 A,  Prentsmiðja  Eyrún hf. Vestmannaeyjum.

Ritið SOS var fyrst gefið úr 1957 ekki veit ég hvað margir árgangar voru gefnir út en sjálfur á ég flest blöðin sem gefin voru úr 1957 og 1958.

 

Gunnar Sigurmundsson

 

Gunnar Sigurmundsson ritstjóri SOS ( Gunnar Prentari eins og hann var oft kallaður) var fæddur 23.11.1908 Dáinn. 18.06.1991, hann var prentsmiðjustjóri í Vestmannaeyjum frá 1945 1977. Hann var mikill félagsmálamaður var meðal annars félagi í Leikfélagi Vestmannaeyja, Akóges, Karlakór Vestmannaeyja , Alþýðubandalaginu, Rótarýsvo eitthvað sé neft.  

Gunnar er eftirminnilegur maður, sérstaklega man ég vel eftir honum frá þeim tíma þegar  hann var að leika, oft stór hlutverk  með Leikfélagi Vestmannaeyja.

Kær kveðja SÞS


Bloggfærslur 22. ágúst 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband