15.8.2009 | 18:07
Löndun við Básaskersbryggju í Vestmannaeyjum
Þetta var algeng sjón í þá gömlu góðu daga. Notaður var svokallaður stingur eða bara handaflið til að henda fiskinum fyrst upp úr lestinni á bátnum þaðan upp á bryggju og að síðustu upp á bíl.
Þarna virðist bóman eingöngu vera notuð til að geta sett upp segl sem á myndinni sést rifað saman fyrir ofan bómuna. Líklega er þessi bátur á línu þar sem línustampar úr tré eru þarna á bryggjunni aftan vil bátinn.
Ekki veit ég hvaða bátur þetta er en hann hefur fengið góðan afla af stórum og fallegum fiski.
Kær kveðja SÞS
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.8.2009 | 17:47
Magnús Orri 4. ára
Þessi ungi maður Magnús Orri Óskarsson hélt upp á fjagra ára afmælið sitt í dag en hann verður fjagra ára 17 ágúst.
Hann er mikill áhugamaður um bíla og vinnuvélar.Á myndinni er hann við stjórntæki á lítilli gröfu sem við skoðum reglulega þegar við förum í bíltúr saman.
kær kveðja SÞS
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)