11.8.2009 | 23:45
Eyjarnar suður af Heimaey
Sólsetur er fallegt í Vestmannaeyjum.
myndirnar tók Egil Egilsson
Heimaey.
Meðan báran á berginu gnauðar
um börnin þín stendur þú vörð
þú ert umvafin ólgandi hafi
og angan frá gróandi jörð.
Á sólbjörtum sumarsins degi
sælt er að koma á þinn fund.
Þá fagna mér útsker og annes
Eyjarnar, drangar og sund.
Þú er fögur í floskirtli grænum
fóstra hins bjargsækna manns.
Ert demantur drottins í sænum
Og djásnið í möttlinum hans.
Eftir Hafsteinn Stefánsson
Ráðhús og Safnahúsið í Eyjum
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)