Guðjón Weihe

Guðjón Weihe eða Gaui í Framnesi eins og hann er stundum kallaður hefur fengið ríkurlegan skammt af skáldagáfu. Hann er Vestmannaeyingur  rafvirki að mennt og starfaði lengi á Rafveitu Vestmannaeyja. Hann á auðvelt með að tjá sig í bundnu máli.

 

Svona yrkir hann um Þjóðhátíðina:

 

Fyrir röðul skjótast ský

skuggan dalinn krýna.

Nóttin vefur okkur í

unaðsdrauma sína.

 

Dagur óðum nálgast nýr

nú er dans og gaman.

Dalur ást og ævintýr

okkur binda saman.

 

 Við andlát Ása í Bæ 

Engin betur lýsti í ljóðum

logum báls í fjallasal.

Hver á nú að grípa úr glóðum

þá glæstu mynd úr Herjólfsdal ?

 

Kær kveðja SÞS


Bloggfærslur 31. júlí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband