27.7.2009 | 17:09
Ættarmót að Miðgarði helgina 24. - 26. júlí 2009
Afkomendur Ingibjargar Gísladóttur, Gunnars Gíslasonar sjómanns, og Zophoníasar Friðriki Sveinssyni bónda og trésmið komu saman ásamt mökum að Miðgarði við Akranes nú um síðustu helgi.
Ingibjörg Gísladóttir var fædd 20. desember 1891 að Hvítarnesi í Skilamannahreppi, dóttir Hallfríðar Þorláksdóttur og Gísla Gíslasonar sem voru vinnuhjú að Hvítarnesi. Ingibjörg var einkadóttir móður sinnar. Ingibjörg giftist 8. nóvember 1912 Gunnari Gíslasyni sjómanni f. 14. ágúst 1886 frá Hallgerðarkoti í Mosfellssveit. Ingibjörg missti Gunnar 25. oktober 1917 en þau höfðu þá eignast tvær dætur, Hallfríði Láru f. 17. september 1913, d. 25. apríl 1914 og Ástu Laufeyju f. 1. september 1914 d. 9. apríl 1999.
Ingibjörg giftist aftur 19. júní 1919 Zophoniasi F. Sveinssyni f. 2. september 1886 en hann var frá Heynesi Innri Akraneshreppi. Ingibjörg og Zophonías eignuðust 5 börn sem eru: Soffía Friðrikka f. 06.12.1919, Sigurður f. 08.09.1922, Yngvi Magnús f. 02.08.1924, Kjartan Reynir f. 20.07.1930, Sveinbjörg f. 02.08.1931.
Ingibjörg og Zophonias bjuggu á Stóra-býli Innri Akraneshreppi í 25 ár. Þau fluttu til Reykjavíkur árið 1944 þar sem þau byggðu sér hús við Kambsveg 11 þar sem Ingibjörg bjó til dauðadags.
Ingibjörg átti 7 börn og frá þeim eru komin 22 barnabörn, 56 barnabarnabörn og einnig 56 barnabarnabarnabörn.
Ingibjörg Gísladóttirlést lést 12. mars 1993 þá 102 ára gömul.
Myndirnar sem hér fylgja voru teknar á ættarmótinu að Miðgarði. Svenni Margrét og Hjalti.
Það var mikið sungið og trallað bæði dag og nætur.
Hér er það brekkusöngur sem allmargir tóku þátt í.
Einnig var sungið eftir kaffisamsætið
Óli hennar Öldu var nágranni okkar í tjaldbúðunum, hér sólar hann sig fyrir utan fellihýsið.
Þetta var skemmilegt ættarmót í í mjög góðu veðri með góðu og skemmtilegu fólki.
kær kveðja SÞS
Bloggar | Breytt 22.12.2022 kl. 09:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)