23.7.2009 | 23:03
Nótt í Paradís eftir Hafstein Stefánsson
Um tilurð þess skrifar Hafsteinn m.a. eftirfarandi: Ég átti því láni að fagna að koma einu sinni síðla kvölds að sumarlagi ú í Bjarnarey, og varð ég svo heillaður af umhverfinu, að mér fannst sem aldingarðurinn Eden hefði alveg eins getað verið þar. Því heitir kvæðið Nótt í Paradís.
Nótt í Paradís
Að svörtum kletti lagði lítið fley
í logni og kyrrð á björtu júlíkveldi.
Viðmótsfögur brosti Bjarnarey
böðuð litadýrð í sólareldi.
Hér greinir augað alla heimsins dýrð
andinn þiggur kraft í friði nætur.
Og björgin eru í döggaf Drottni skýrð,
hver döpur vera óðast huggast lætur.
Húsbóndinn er enn í önnum hér,
áhyggjur og syndir finnast hvergi.
Nú sé ég hvernig guð um garðinn fer
og geislafingur þreifa á dökku bergi.
Hið dásamlega Drottins ævintýr
dylst hér ekki vegfaranda neinum.
Ástin heit í hverju blómi býr
og börnin sofa rótt í votum hleinum.
Hér þylur lífið þúsund radda brag
og þíður blærinn kyssir hamraveggi.
Undurfagurt nóttin leikur lag,
er lítill hnoðri gægist fyrst úr eggi.
Í ljúfri bæn ég bið þér Bjarnarey
blessunar, þá akkerum ég létti.
Þegar dagar leggur lítið fley
á lífsins haf, í burt frá dökkum kletti.
Hafsteinn Stefánsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
23.7.2009 | 21:20
Fyrstu kvennkokkarnir í Eyjaflotanum
Fyrstu kvenkokkar í Vestmannaeyjaflotanum voru Helga Jónsdóttir frá Engey og Svala Johnsen, Suðurgarði. Á myndinni eru þær í káetudyrum á Sævari VE 328, sumarið 1940.
Þarna er báturinn auðsjáanlega fullur af síld.
Myndina tók Einar Hannesson og er hún með grein úr Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja frá 1976, en greinin nefnist: Á síld með Binna í Gröf.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.7.2009 | 13:50
Gaman að fá þesssa frétt
Ísland með hæstu einkunn í slysavörnum barna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)