5.6.2009 | 19:05
Nokkrar gamlar myndir frá höfninni í Eyjum.
Reynir VE 15 við löndun með krana í Friðarhöfn, mjög liklega er Högni í Vatnsdal við stjórn hans. Á næstu mynd er Sjöfn VE á landleið Elliðaey í baksýn, einnig má sjá bilflak í forgrunni myndarinnar.
Haraldu SF-70 heitir þessi frambyggði bátur sem er þarna við SA endan á Friðarhafnarbryggju, hann var byggður í Vestmannaeyjum 1962 af Skipaviðgerðum hf og var 35 brl byggður úr eik . Báturinn fórst 10. nóvember 1977 norður af Öndverðarnesi og með honum 2 menn. Á mynd fjögur er Leó VE-400 bundinn milli bryggja í Friðarhöfn, en þarna var verið að mála bátinn í góðu sumarveðri.
Þarna eru nokkrir Eyjabátar þar á meðal Reynir VE 15 í miðju, fyrir framan hann er Skúli Fógeti VE 185 en fyrir aftan Reynir er Ver VE 318.
Þessar myndir tók Vinur minn og vinnufélagi Ómar Kristmannsson á árunum 1962 til 1964
Kær kveðja SÞS
Bloggar | Breytt 6.6.2009 kl. 11:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)