3.6.2009 | 20:59
Minning um mann. Arnoddur Gunnlaugsson útgerðarmaður og skipstjóri
Arnoddur Gunnlaugsson skipstjóri F. 25. júni 1917 - D. 19. október 1995
Hryggð er nú í huga mér,
Góður drengur fallinn frá,
frestur enginn veitist þá.
Þegar sorgin sárust er
sýnist dimmt í heimi hér
Eins og sólar birtan blóð
breytist þá í frost og hríð.
Addi kom mér oft í hug
átti kraft og hetjudug.
Engan sá ég eins og hann,
ágætari heiðursmann.
átti jafnan heima þar.
Alinn upp við storm og strit,
stælti það hans afl og vit.
Fljótt hann fór að sækja sjó,
sjómanns snilld í honum bjó.
Ungur lærði Ægi við
örnefni og fiskimið.
Fögur var hans formannsbraut,
fiskisæld og heiður hlaut.
Ótal kosti yfirmanns
allir sáu í starfi hans.
Suðurey var sómaskip,
Arnoddur og útgerð hans
öll bar merki heiðursmanns.
Segja má til sjós og lands,
sólskin ríkti í lífi hans.
Heimilið var höfnin best,
hjartkær konan, gæfan mest.
Lífið okkur lánað er,
lifum við um tíma hér.
Er við hverfum heimi frá
himna dýrð við öðlumst þá.
Ljóðið er eftir Benedikt Sæmundsson
Bloggar | Breytt 4.6.2009 kl. 08:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
3.6.2009 | 20:05
Minning um mann: Sigurður Ingimundarson skipstjóri.
Sigurður Ingimundarson skipstjóri. F. 22. maí 1878. D. 5. apríl 1962.
Myndina tók Sigurgeir Jónasson hún er úr Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja 1995
Hann var alin upp í sveit
um ættfólk hans ég lítið veit,
ungur flutti í Eyjarnar
aflaði sér fægðar þar.
Fór hann strax að sækja sjó
sótti fram því kapp var nóg,
ekki var þá unt að sjá
hvort aflakló hann væri þá.
Kostir hans þá komu í ljós
kunni það sem þarf til sjós,
áræði og einbeitt geð
aflasæld og heppni með.
Ef hann hafði öflugt far
aflkóngur löngum var,
fyllti lest og lét á dekk
löngum ef hann Blikann fékk.
Flaggskip Blikinn veglegt var
af Vestmannaeyja skipum bar.
Siggi Munda sótti fast
þó sýndist öðrum veður hvasst.
Einskipa hann oft var þá
aldrei kom hann Skansinn á,
fór um borð, varð fljótt um vik,
fulla ferð og ekkert hik.
Oft var hann þá einn á sjó
í ofsaveðri netin dró,
át svo skorið eins og mat
einna mest þá fiskað gat.
Veikur aldrei varð hann samt
vænan hafði fengið skammt
af orku og hreysti á æsku tíð
þó ekki væru kjörin blíð.
Ævistarf hans veglegt var
í Vestmannaeyjum hátt hann bar
sinni þjóð hann syni gaf,
sóma menn sem báru af.
Nú er hetjan fallin frá
fögnuður varð himnum á
er hann sigldi óskabyr
inn um himins fögru dyr.
Ljóðið er eftir Benedikt Sæmundsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)