Þetta er undarleg frétt á Mbl hér fyrir neðan, talað er um hátíð hafsins, ekki orð um það að þetta er SJÓMANNADAGURINN og ekkert annað, það er með ólíkindum að sjómannasamtökin skuli samþykkja þessa breytingu á nafni Sjómannadagssin og sýnir það svart á hvítu hvað Sjómannadagráð er gjörsamlega slitið úr tengslum við sjómennina sjálfa.
Sjómannadagurinn er hátíðisdagur Sjómanna og haldin þeim til heiðurs, eftirfarandi er m.a. tilefni dagsins:
2. grein
a) Sjómannadagsráð hefur með höndum hátíðahöld Sjómannadagsins ár hvert í samræmi við stofnskrá um Sjómannadag frá 1937 og lög um Sjómannadag, nr. 20, 26.mars 1987.
Við tilhögun Sjómannadags skulu m.a. eftirfarandi markmið höfð að leiðarljósi: ,,
- Að stuðla að því að Sjómannadagurinn skipi verðugan sess í íslensku þjóðlífi.
- Að efla samhug meðal sjómanna, hinna ýmsu starfsgreina sjómannastéttarinnar og stuðla að nánu samstarfi þeirra.
- Að heiðra minningu látinna sjómanna, þá sérstaklega þeirra sem láta líf sitt vegna slysfara í starfi.
- Að heiðra fyrir björgun mannslífa og farsæl félags- og sjómannsstörf.
- Að kynna þjóðinni áhættusöm störf sjómanna og mikilvægi starfanna í þágu þjóðfélagsins .
Það er hvergi í lögum um SJÓMANNADAGINN talað um að það eigi að gera hann að hátíð fyrir hafið, eða breyta nafni hans. Í lögum heitir hann SJÓMANNADAGUR og þannig á það að vera.
Það er alveg eins hægt að kalla Jólin HÁTÍÐ verslunarmanna og Konudaginn Hátíð blómasala.
Ég skora á alla sjómenn að mótmæla þessu orðskrípi sem búið er að troða á SJÓMANNADAGINN.
Frétt MBL:
Tónverk fyrir þokulúðra
![Senda frétt](http://mbl.is/frettir/img/senda_frett.gif)
Hátíð hafsins verður haldin hátíðlega um næstu helgi í Reykjavík og í ár verður hún með nýju sniði. Grandagarðinum verður lokað fyrir almennri bílaumferð frá föstudagskvöldi fram á sunnudagskvöld og þar verður hátíðarsvæðið að þessu sinni.
Samkvæmt fréttatilkynningu frá skipuleggendum verður komið fyrir tjöldum, leiktækjum og hljómsveitarpöllum á svæðinu en áætlað er að fluttir verði tilkomumiklir tónleikar þar sem leikið verður nýtt tónverk á þokulúðra þeirra skipa sem í höfninni verða.
Áætlað er að á annan tug skipa taki þátt í tónleikunum sem stýrt er í gegnum talstöð af Kjartani Ólafssyni prófessor í tónsmíðum.
Flutningurinn hefst klukkan 13 á laugardeginum og mun væntanlega heyrast víða.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)