Mótmælum því að Sjómannadagurinn skuli ekki fá að heita sínu rétta nafni

   

Þetta er undarleg frétt á Mbl hér fyrir neðan, talað er um hátíð hafsins, ekki orð um það að þetta er  SJÓMANNADAGURINN og ekkert annað, það er með ólíkindum að sjómannasamtökin skuli samþykkja þessa breytingu á nafni Sjómannadagssin og sýnir það svart á hvítu hvað Sjómannadagráð er gjörsamlega slitið úr tengslum við sjómennina sjálfa.

Sjómannadagurinn er hátíðisdagur Sjómanna og haldin þeim til heiðurs, eftirfarandi er m.a. tilefni dagsins:

2. grein

a) Sjómannadagsráð hefur með höndum hátíðahöld Sjómannadagsins ár hvert í samræmi við stofnskrá um Sjómannadag frá 1937 og lög um Sjómannadag, nr. 20, 26.mars 1987.
Við tilhögun Sjómannadags skulu m.a. eftirfarandi markmið höfð að leiðarljósi: ,,

  1. Að stuðla að því að Sjómannadagurinn skipi verðugan sess í íslensku þjóðlífi.
  2. Að efla samhug meðal sjómanna, hinna ýmsu starfsgreina sjómannastéttarinnar og stuðla að nánu samstarfi þeirra.
  3. Að heiðra minningu látinna sjómanna, þá sérstaklega þeirra sem láta líf sitt vegna slysfara í starfi.
  4. Að heiðra fyrir björgun mannslífa og farsæl félags- og sjómannsstörf.
  5. Að kynna þjóðinni áhættusöm störf sjómanna og mikilvægi starfanna í þágu þjóðfélagsins “. 

Það er hvergi í lögum um SJÓMANNADAGINN talað um að það eigi að gera hann að hátíð fyrir hafið, eða breyta nafni hans. Í lögum heitir hann SJÓMANNADAGUR og þannig á það að vera.

Það er alveg eins hægt að kalla Jólin HÁTÍÐ verslunarmanna og Konudaginn Hátíð blómasala.

Ég skora á alla sjómenn að mótmæla þessu orðskrípi sem búið er að troða á SJÓMANNADAGINN.

  

  Frétt MBL:

Tónverk fyrir þokulúðra

Senda frétt

Hátíð hafsins verður haldin hátíðlega um næstu helgi í Reykjavík og í ár verður hún með nýju sniði. Grandagarðinum verður lokað fyrir almennri bílaumferð frá föstudagskvöldi fram á sunnudagskvöld og þar verður hátíðarsvæðið að þessu sinni.

Samkvæmt fréttatilkynningu frá skipuleggendum verður komið fyrir tjöldum, leiktækjum og hljómsveitarpöllum á svæðinu en áætlað er að fluttir verði tilkomumiklir tónleikar þar sem leikið verður nýtt tónverk á þokulúðra þeirra skipa sem í höfninni verða.

Áætlað er að á annan tug skipa taki þátt í tónleikunum sem stýrt er í gegnum talstöð af Kjartani Ólafssyni prófessor í tónsmíðum.

Flutningurinn hefst klukkan 13 á laugardeginum og mun væntanlega heyrast víða.


Bloggfærslur 2. júní 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband