Benedikt Sæmundsson vélstjóri og ljóðskáld

Benedikt Sæm

 

Benedikt Sæmundsson vélstjóri og ljóðskáld er fæddur á Stokkseyri 7. október 1907 d. 3. okt. 2005. Hann ólst upp á Stokkseyri.  Til Vestmannaeyja kom hann á bát sína fyrstu ferð 9. janúar 1926. Hreppti hann hið versta veður og tók ferðin frá Stokkseyri 24 klukkustundir en leiðin er 32 sjómílur. Guðmundur Vigfússon frá Holti skrifaði um þetta veður í Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1982 og nefndi hann greinina Stokkseyrarveðrið. Benedikt var á vertíðum í Eyjum til ársins 1940 en fór þá að sigla til Englans með fisk og sigldi öll stríðsárin. Hann átti heimili í Eyjum í 6 ár síðast Fífilgötu 8 en hann starfaði í Eyjum miklu lengur.

Hann bjó lengst af á Akureyri, var vélstjóri  á togurum Ú.A. og póstbátnum Drang. En fór síðan í land og starfaði í frystihúsi Ú.A. í 34 ár, hann hætti störfum 85 ára gamall.

Þess skal getið að Benedikt byrjaði að gera kvæði 80 ára gamall, Hann hefur gert kvæði um fjölmarga Vestmannaeyinga  sem sýnir það að hann hefur verið með hugan í Eyjum þó brottfluttur sé fyrir tugum ára.

Í bréfi sem hann sendi mér á sínum tíma endar hann á .þessa leið: ,, Ég á margar góðar minningar um Eyjarnar, því þar lifði ég ótal gleði- og ánæjustundir".

Ég ætla á næstunni að setja nokkur kvæði í viðbót eftir Benedikt hér á síðuna mína, öll eru þau um þekkta einstaklinga sem horfnir eru, en settu svip sinn á samfélag Eyjanna á sinni tíð.

Benedikt Elías kvæntist 2. nóv. 1946 Rebekku Jónsdóttur, f. á Rútsstöðum í Öngulsstaðahreppi í Eyjafirði 30. mars 1914, d. 14. apríl 2005

Kær kveðja SÞS

 


Minning um mann. Sighvatur Bjarnason útgerðarmaður og skipstjóri

 

Sighvatur Bjarnason Skipstjóri. F. 27. okt. 1903 D. 15. nóv 1975.

Að þér stóðu sterkar ættir,            Sighvatur og Jón í Ási

stáli vígðir, gildir þættir,

úrvalsfólk á allan hátt.

þar sem úthafsaldan syngur,

ungur vaskur Stokkseyringur,

lærði hafsins lögmál brátt.

 

Formaður varstu í fremstu röðum,

framsókn þín í með skrefum hröðum,

er þú komst í Eyjarnar.

Eftirsóttur aflamaður,                                  

út á sjónum hress og glaður,

þó veður gerðust válind þar.   Sighvatur Bjarnason útg

 

Erling keypti upp á sandi,

er þar hafði lent í strandi,

kominn nýr frá Köpenhafn.

Hófst þín útgerð og með honum,

aldrei brást hann þínum vonum,

honum fylgdi happ og lán.

 

Útgerð þín var öll til sóma,

aflsæld og stjórn til blóma,

áttir jafnan fleyin fríð.

Brátt þér veittist sæld og sómi,

segja má að stæði ljómi

af þinni frægu formannstíð.

 

Silfur hafs á síldarmiðum

sóttir fast, með engum griðum,

gekk þá fljótt að fylla skip.

Á mb. Minnie oft var gaman,

sæmdar menn þar komnir saman,.

þar var allt með sæmdarsvip.

 

Minningar ég margar geymi

meðan lifi í þessum heimi.

Á sama skip sigldum við.

Þú varst mér sem besti bróðir,

beindir mér á gæfu slóðir

út á lífsins ævisvið.

 

Hugsjón þín og happaverkin

hafa sýnt oss bestu merkin,

þó að þú sért fallin frá.

Minning þín mun lengi lifa,

landi og þjóð til heilla og þrifa.

Gleðst nú sál þín Guði hjá.

 

Ljóðið er eftir Benedikt Sæmundsson sem var fæddur á Stokkseyri 7. október 1907 hann var tugi vetrarvertíða vélstjóri á bátum frá Eyjum, en stundaði síldveiðar fyrir norðan  á sumrin

Kær kveðja SÞS

 


Bloggfærslur 1. júní 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband