Ótrúlegur kraftur í Bakkafjöruframkvæmdum

 Eftir að Addi Palli vinur minn sendi mér myndirnar í gær af Bakkafjöruframkvæmdum séðar úr lofti, stóðst ég ekki mátið og keyrði þarna austur í dag til að skoða þetta með eigin augum. Með í för var Siggi Óskars mágur minn og Magnús Orri Óskarsson. Við byrjuðum á því að skoða námurnar sem grjótið í varnargarðana er tekið en námurnar eru langt upp í fjalli, en þaðan er keyrt með það niður á sléttlendið framan við Seljalandsfoss. Að námunum liggur óvenju breiður og góður vegur en nokkuð brattur. Þegar upp er komið getur maður keyrt ofan í  námurnar, þegar þangað er komið gerir maður sér góða grein fyrir því hvað það er gríðalega mikið magn af efni sem þarf í þessa varnargarða. Þarna uppi er líka mjög fallegt útsýni yfir Fljótshlíðina og út í Eyjar.

Fyrstu þrjár myndirnar eru teknar uppi við námurnar, Sigmar Þ og magnús Orri og Siggi og Magnús Orri. 

IMG_2715IMG_2722

IMG_2721IMG_2725

Myndir 4 og 5 eru teknar af vestari varnargarðinum  sem er komin 50 til 70 metra út í sjó. Á mynd 6 er Magnús Orri við hjólið á einu flutningatækinu.

IMG_2733IMG_2734

IMG_2740IMG_2741

Mynd 7 er af austur varnargarðinum en mynd 8 af þeim vestari sem virðist vera kominn lengra út.

IMG_2737IMG_2742

Þessir drengir komu frá Vestmannaeyjm meðan við stoppuðum þarna úti á garðinum, á myndini sést Karl Helgason og Magnús Gíslason því miður þekki ég ekki litla peyan en einn af bátnum var farinn í land ég held að hann heiti Ágúst.

IMG_2735IMG_2739

Þessi tæki sem stundum eru kallaðar búkollur, eru engin smásmíði eins og sjá má á þessari mynd,, en mikill fjöldi af þessum bílum var þarna á ferðinni niður á sandinn með grjót og annað efni í varnargarðana. Ég hef fulla trú á því að þetta mannvirki eigi eftir að vera tilbúið á tilsettum tíma.

Kær Kveðja SÞS


Bloggfærslur 21. maí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband