Bryggja við Vík í Mýrdal

Bryggja við Vík

 

Höfn í Vík í Mýrdal.

Hér áður fyr var oft rætt um að það vantaði fleiri hafnir við suðurstönd Íslands, kom þá oft til álita höfn við Dýrhólaós, Vík í Mýrdal og Þykkvibæ. Á sínum tíma var sérstök nefnd starfandi sem átti að kanna möguleika á nýju hafnarstæði en ekki er vitað hvað út úr þeirri nefnd kom.

Í Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja 1978 er teikning af hafnarmannvirkjum við Vík í Mýrdal dagsett í september 1921 og undirrituð af Torvald Krabbe þáverandi vitamálastjóra.

Hér er ekki um lokaða höfn að ræða heldur garð og bryggju, þar sem skip á stærð við Skaftfelling gamla gat lagst við bryggju. Þarna hefði verið hægt að skipa upp vörum og lítil fiskiskip getað lagt upp afla sinn. Þessi fyrirhugaða bryggja hefði verið staðsett nokkru vestan við sjálfa Víkurbyggð þ.e.a.s. við svonefndan Bás.

 Unnið úr Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja 1978

Kær kveðja SÞS

 


Bloggfærslur 8. mars 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband