Neyðarnótin Hjálp endurbætt og prófuð

Neyðarrnótin Hjálp hefur nú verið endurbætt. Hún var prófuð í Slysavarnarskóla sjómanna í síðustu viku með góðum árangri að sögn Hilmars Snorrasonar og félaga í Slysavarnarskólanum. Hún hefur fengið viðurkenningu sem björgunartæki til að ná mönnum úr sjó frá Siglingastofnun.

Neyðarnótin Hjálp 1Neyðarnótin Hjálp 2

Neyðarnótin Hjálp prófuð í Slysavarnarskóla sjómanna 11. mars 2009

Neyðarnótin Hjálp 3Neyðarnótin Hjálp 4

Neyðararrnótin Hjálp heitir nýjasta björgunartækið til að ná mönnum úr sjó, hún var sett á markað 1996. Nótin er ætluð til að bjarga mönnum úr sjó og vötnum og kemur að gagni þó sá sem bjarga á sé meðvitundarlaus. Kristján Magnússon er höfundur nótarinnar og framleiðandi. Búið var að vinna að þróun nótarinnar í 10 ár þegar hún kom á markað, og enn hefur Kristján gert lagfæringar á Neyðarnótinni Hjálp. Meðal annars sett stífara flot sem er sjálflýsandi og heldur nótinni betur opinni.

Neyðarnótin Hjálp 5 HÖ

Þykir þetta tæki byltingarkennt. neyðarnótin Hjálp virkar þannig að menn sem falla í sjó eða vatn eru fiskaðir upp hvort heldur þeir eru með eða án meðvitundar. Aðalkostur nótarinnar er sá að menn eru teknir upp í láréttri stellingu, sem er einkar mikilvægt þegar um ofkælingu er að ræða.

Meðfylgjandi myndir segja meira en mörg orð.

Hér er mynd af hönnuði Kristjáni Magnússyni með kassana sem geyma nótina Hjálp.

 

 

Neyðarnótin Hjálp 5 Sæbjörg

 

 

Myndin er tekinn þegar prófanir fóru fram um borð  í Sæbjörgu.

 

 

 

 

Kær kveðja SÞS


Bloggfærslur 16. mars 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband