Sjöstjörnu VE 92 sökkt við Eyjar

Sjöstjörnu VE sökktSjöstjörnu VE sökkt 1

Myndirnar tók ég þegar Sjöstjörnu VE 92 var sökkt norðan við Heimaey. Félagar í Félagi áhugamanna um öryggismál sjómanna sökktu bátnum til að gera tilraunir með losunar- og sjósetningarbúnað. Mikill áhugi var í Vestmannaeyjum á þessum árunum 1970 til 2000 til að bæta öryggi sjómanna, enda höfðu á þessum árum margir sjómenn frá Vestmannaeyjum látið lífið í sjóslysum. Þá var stofnað þetta félag sem fékk nafnið Félag áhugamanna um öryggismál sjómanna. Í félaginu voru 18 menn sem allir höfðu brennandi áhuga á þessu verkefni og stóðu fyrir mörgum tilraunum með ýmsan öryggisbúnað sem nú hefur verið lögleiddur.

kær kveðja SÞS


Bloggfærslur 11. mars 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband