Pétur Steingrimsson Lögga

Pétur á sjó

 

 

 

 

 

 

 

   Pétur Steingrímsson Lögga er hér um borð í Sæfaxa VE. En myndin er tekin þegar hann sem peyji er að fara í sína fyrstu sjóferð sumarið 1967. Það var vinsælt hér áður fyr að eyjapeyjar fengu að fara á sjó með bátum frá Eyjum. Pétur var á sjó áður enn hann gekk í lögregluna, alla vega vorum við saman á Hejólfi um nokkurn tíma.

 

'Eg færi hér upp athugasemd sem Pétur Steingrímsson  gerði hér að neðan við þessa mynd, takk fyrir þetta Pétur

Þetta rifjar upp skemmtilegan tíma.

Þessi mynd kom með sögu sem ég skrifaði í Sjómannadagsblaðið þegar þú varst ritstjóri. Sagan var um fyrstu sjóferðina mína og var hún farin á Sæfaxa VE-25, með þeim Lalla og Dóra. Ég man enn í dag eftir því hvað ég var sjóveikur í þessum túr þá 10 ára peyji. 

Ég get sagt þér það Simmi að ég var til sjós í 10 ár, byrjaði 17 ára og alltaf var ég drullu sjóveikur ef eitthvað var stoppað í landi. Eina síldarvertíðina, (að hausti) þegar ég var á Kristbjörgu VE-70 með Sveini Hjörleifssyni þá voru meira og minna brælur allan tímann og þá náði ég að léttast um 15 kíló, gat bara borðað í landi.

Fyrir þessa vertíð man ég eftir því að karlinn var að losa sig við nokkur hross og var þeim slátrað, stór hluti kjötsins var saltaður í tunnur og komu þrjár af þeim um borð í Kristbjörgina. Kokkurinn sem var um borð var eldri maður frá Þórshöfn á Langanesi en hafði búið í Eyjum í mörg ár og eins og karlinn, var hann mikill hrossakjötsmaður og vildi eins og hann helst hafa hrossakjöt í matinn annan hvern dag. Mér verður enn bumbult, bara af því að finna lyktina af soðnu, feitu og söltuðu hrossakjöti.

Ómar Kristmanns. var stýrimaður á Kristbjörginni þetta haustið, alveg er ég viss um að hann man eftir hrossakjötsátvertíðinni.

Kveðja.

Pétur Steingríms.

Kær kveðja SÞS


Línuuppsetnig í Eyjum, einu sinni var.

Snemma byrjað að vinna

 

   Hér áður fyrr var það algengt að  fjölskyldan öll vann við uppsetningu á línu, ásamt því að hnýta öngla á tauma fyrir útgerðarmenn í Vestmannaeyjum.

Þessi  systkini kunna auðsjáanlega vel til verka en þau eru að setja upp línu. Foreldrar þeirra voru Guðmundur Kristjánsson og Sigríður Kristjánsdóttir, bæði látinn.

T.f. v,: Rannveig Guðmundsdóttir er þarna að splæsa línuna saman ekki allar stelpur sem kunna það, Guðný Guðmundssóttir og bróðir þeirra Grétar Guðni Guðmundsson. Bak við þau má sjá stokktré og önglabúnt.

 

 

Guðmundur og Sigríður og fjölskSigríður með Færeyja stelpum

Sigríður Kristjánsdóttir Guðmundur Kristjánsson ásamt börnum sínum t.f.v Kristján Sigurður, Guðný, Helga, Guðbjörg, Rannveig Ólena og Grétar Guðni.

Á seinni myndinni er Sigríður með fríðum hóp færeyskra kvenna sem unnu í Vinnslustöðinni 1956. En allar þessar stúlkur voru í fæði hjá henni þennan vetur. Sigríður seldi fæði í mörg ár og var það kallað að taka kostgangara. Guðmundur Kristjánsson keyrði lengi flugrútuna sem fór frá Skólaveg 1 og upp á flugvöll í Eyjum. Ég kynntist Guðmundi er við unnum saman sem beitumenn á Freyju VE 260, hann var góður kall.     

Þessar myndir eru úr Sjómannadagsblöðum Vestmannaeyja 1996 og 1997.

kær kveðja SÞS


Eyjastelpur í reiptogi við skipstjóra 1955

Eyjastelpurnar 

Friðrik Jesson tók margar góðar myndir hér áður fyr, þessa mynd tók hann á Sjómannadaginn árið 1955. Þessar stelpur höfðu þá lokið reiptógi við skipatjóra á Stakkagerðistúninu í Vestmannaeyjum.

 

 

 

 

 Ekki er vitað hvernig úrslit fóru en þær stelpur sem tóku þátt í reiptoginu eru hér á myndinni t.f.v. efri röð; Rósa Guðmundsdóttir, Ásta Þórarinsdóttir, Elísabet Sigurðardóttir, Erla Eiríksdóttir og Ágústa Sveinsdóttir.  Fremri röð t.f.v.; Anna Erlendsdóttir, María Björnsdóttir, Una Þ. Elíasdóttir, Margrét Pétursdóttir, Margrét Sigurjónsdóttir og Anna Halldórsdóttir. Nöfnin á krökkunum sem standa þarna fyrir aftan t.f.v; Gerður Sigurðrdóttir Þrúðvang, Elías Þorsteinsson Gunnarshólma og Geir Ólafson ( Geir Vippa) því miður vanta nöfn á hin börnin.

Kær kveðja

Kær kveðja


Bloggfærslur 21. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband